Ég vil byrja á að þakka fyrir mig, þetta var snilld! Að vísu þá hringdi síminn í morgun og það var verið að reyna að bóka mig í trúðagigg, ég sagði bara nei, því ég meika ekki meira. Ég er ennþá þunnur síðan á laugardaginn (eða tæknilega séð síðan á sunnudagsmorguninn).
Þetta var mjög skemmtilegur dagur, það er verst að þið útlandagemsar voruð fjarverandi, ykkar var saknað en engar áhyggjur, ykkar skammtur af fjöri (og áfengi) var til staðar.
Það sem er eiginlega fyndnast er samt það að Sverrir vinur minn var að flyjta í gær og það mætti náttúrulega enginn af félögunum til að hjálpa við burðinn enda menn í misjöfnu ástandi út um allan bæ.
Marblettirnir úr paint ballinu eru byrjaðir að hjaðna, sem er ágætt því ég hef þurft að sofa á maganum síðustu tvær nætur!!!
Já og öryggisvörðurinn úr Kringlunni hringdi, hann þarf að vita hvert hann á að senda sektina...
Jæja, þá þarf ég að hlaupa í blóðhreinsun til að ná áfegninu úr kerfinu.
Takk aftur strákar!
mánudagur, júlí 2
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Seriously, ég er ennþá þunnur.
Skrifa ummæli