mánudagur, október 8

Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum

Hrikalega er ég sáttur við Kólumbus að hafa fundið Ameríku á mánudegi, fínar þessar þriggja daga helgar. Hins vegar er það með ákveðnum trega í hjarta þegar ég hugsa til þess að þetta er síðasti aukafrídagurinn sem ég fæ hjá sendiráði hins illa. Mósi hefur nebbla ákveðið að hætta allri njósastarfsemi fyrir Dubya og hefur ráðið sig til Ríkiskaupa. Nú mun ég eyða mínum dögum í að eyða ykkar peningum í hitt og þetta fyrir hönd opinberra stofnanna og fyrirtækja. Ég vil um leið þakka ykkur öllum fyrir að borga launin mín; munið að brotabrot af ykkar skatti fer í að kaupa DVD myndir handa mér, muha.

laugardagur, október 6

Veiðimósi: The Return

Jæja, þá er veiðihaustið senn liðið, en mér tókst að slútta því með stæl(að mér finnst allavega...) Ég fór á miðvikudagseftirmiðdegi í lax og náði að snara upp einum 8 punda og svo missti ég annan. Helga aflakló náði sér í einn um morgunin og er þetta þriðja sumarið í röð sem hún tekur lax.

Ég fór svo á gæs á laugardagsmorgun með gamla. Heví stuð, mikið skotið og fimm fuglar til viðbótar fallnir.

Þá er bara að bíða eftir rjúpunni......