Jæja, þá er veiðihaustið senn liðið, en mér tókst að slútta því með stæl(að mér finnst allavega...)  Ég fór á miðvikudagseftirmiðdegi í lax og náði að snara upp einum 8 punda og svo missti ég annan.  Helga aflakló náði sér í einn um morgunin og er þetta þriðja sumarið í röð sem hún tekur lax. 
Ég fór svo á gæs á laugardagsmorgun með gamla.  Heví stuð, mikið skotið og fimm fuglar til viðbótar fallnir. 
Þá er bara að bíða eftir rjúpunni......
laugardagur, október 6
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli