mánudagur, október 8

Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum

Hrikalega er ég sáttur við Kólumbus að hafa fundið Ameríku á mánudegi, fínar þessar þriggja daga helgar. Hins vegar er það með ákveðnum trega í hjarta þegar ég hugsa til þess að þetta er síðasti aukafrídagurinn sem ég fæ hjá sendiráði hins illa. Mósi hefur nebbla ákveðið að hætta allri njósastarfsemi fyrir Dubya og hefur ráðið sig til Ríkiskaupa. Nú mun ég eyða mínum dögum í að eyða ykkar peningum í hitt og þetta fyrir hönd opinberra stofnanna og fyrirtækja. Ég vil um leið þakka ykkur öllum fyrir að borga launin mín; munið að brotabrot af ykkar skatti fer í að kaupa DVD myndir handa mér, muha.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hellú er einhver með admin á þessa síðu...?? ætlaði að fara að blogga hérna en get ekki signað mig inn??? WTF ???

Mósagrís sagði...

Nafnlausir mega ekki blogga, það er fyrir löngu vitað. Muhahahaha

Nafnlaus sagði...

Samt söldið skemmtilegt að það hafi tekið spenamanninn 6 mánuði að fatta að hann væri einn að blogga....þetta er nátturulega bara spurning um sjálfhverfu!

Mósagrís sagði...

hei já, vá, það er algjört madness að vera einn að blogga! Dude, pælið hvað það væri súrt, að vera með bloggsíðu sem væri bara með manns eigin pælingum um skítuga sokka og eigin nabbla. Eins gott að við erum ekki þannig....muhahaha