mánudagur, nóvember 26
Þögnin rofin
Ég hugsaði um þetta í nokkuð langan tíma. Var búinn viða að mér upplýsingum alls staðar að. Lét svo til skara skríða og leysti vandamálið...mér tókst sem sé að finna út hvernig ég kæmist aftur inn á þetta blog.
Gaman að sjá að þrátt fyrir óravegalengdir til Húsavíkur á milli manna þá er líf í mönnum í netheimum. Víðáttumikil lönd og höf stoppa menn ekki í að leika sér saman...í einhverju spili um diplomasíu um heimsyfirráð. Ég sé kannski til, fyrst maður er slíkum leik í efnisheiminum á annað borð...heimsyfirráð eða dauði. Fyrst Vestfirðir - svo Manhattan.
Gaman að sjá að þrátt fyrir óravegalengdir til Húsavíkur á milli manna þá er líf í mönnum í netheimum. Víðáttumikil lönd og höf stoppa menn ekki í að leika sér saman...í einhverju spili um diplomasíu um heimsyfirráð. Ég sé kannski til, fyrst maður er slíkum leik í efnisheiminum á annað borð...heimsyfirráð eða dauði. Fyrst Vestfirðir - svo Manhattan.
föstudagur, nóvember 23
þriðjudagur, nóvember 20
Diplomacy
mánudagur, nóvember 19
Vesturfara annáll
Jæja, Mósi lagði land undir fót til að næla í rjúpur um helgina. Það átti svo sannarlega að gerast stórtækur í veiðunum og ég rúmaði til í frystikistunni, færði til allt hreindýrakjötið og gæsirnar til að ég hefði nú pláss fyrir þá mergð rjúpna sem ég skyldi veiða.
Mósi lagði af stað á miðvikudagskvöldi og hitti gamla Mósa í sumarbústaðnum í Norðurárdal, og fór ekki betur en svo að ég var fullur í heitapottinum til 4 um nóttina. Það er svovum ekki frásögu færandi, nema fyrir þær sakir að ég var drifinn á fætur fyrir 9 næsta morgun til að ganga upp á Tröllatunguheiði. Djísús hvað ég verð alltaf þunnur! Og til að bæta gráu ofan á svart var versta veður síðan Amundsen var og hét. Í grenjandi rigningu og stormi gengum við um heiðina án þess að finna einn einasta fugl. Við fundum þó tvær rjúpnaskyttur pikkfastar í snjóskafli og fengum að vera voða spaðar þegar við drógum þá upp. Enn skemmtilegra var á leiðinni niður af heiðinni þegar við fundum þá fasta í öðrum skafli og fengum að draga þá aftur upp. Við fengum sem sagt enga rjúpu þann daginn, en fengum slatta af jeppalúðastigum fyrir að bjarga hinum lúðunum.
Dag hinn þriðja vorum við komnir í lendur Teits hins digra á Flateyrum. Við gengum þar á fjöll, upp skelfilegar brekkur og skriður, klöngruðumst í klettum og ófærum og sáum ekki fjöður! Reyndar tókst okkur með þrjósku og þrautseygju að finna tvær veðurbarðar og hraktar rjúpur undir lok dags og voru þær skotnar miskunnarlaust.
Þá var kominn tími til að heilsá upp á káta björninn á Flateyri. Kallinn flúði eitthvað kellingaboð heima hjá sér og kom í konjak og öldrykkju hjá mér, pabba og tengdó. Svo þegar gömlu voru sybbnir og fóru að sofa kom Teitur með þessa líka stórgóðu hugmynd: förum á pöbbarölt! Ha? Jújú, hvaða pöbba? Feitur vippar upp forstjóraveskinu, hringir á leigubíl(já, þeir eru víst tveir þarna á Vestfjörðum) og dröslaði mér yfir til Ísafjarðar þar sem við gátum jú vissulega rölt á milli tveggja pöbba, og verður það því að flokkast sem löglegt pöbbarölt.
En öllu háði sleppt þá var vissulega gott og gaman að hitta góða félaga, og enn betra að sjá að þeir hafi það í raun bara helvíti gott. Nóg að gera við að bjarga heilu sveitarfélagi og svona. Það er þó einungis eitt sem ég tók eftir að vantar alveg sárlega þarna hjá honum Feiti. Já, eitt svona lífsnauðsynlegt sem kalla má lífsgæði; konur! Það eru bara engar konur þarna. Við fórum á cosmopolitan klúbbinn Edinborgarhúsið, og þar voru um 30-40 karlmenn og engar konur. Þaðan röltum við yfir á listamannahangoutið LangaManga, og þar var bara einfaldlega enginn! Ég hef því sent beiðni um að einn farmur af konum verði sendur þangað til hans, þetta bara gengur ekki lengur!
En árangur helgarinar er eftirfarandi: 2 rjúpur hvítar, þakkir frá lúðum sem festa sig og svo heljarinnar þynnka eftir vestfirskt pöbbarölt.
Mósi lagði af stað á miðvikudagskvöldi og hitti gamla Mósa í sumarbústaðnum í Norðurárdal, og fór ekki betur en svo að ég var fullur í heitapottinum til 4 um nóttina. Það er svovum ekki frásögu færandi, nema fyrir þær sakir að ég var drifinn á fætur fyrir 9 næsta morgun til að ganga upp á Tröllatunguheiði. Djísús hvað ég verð alltaf þunnur! Og til að bæta gráu ofan á svart var versta veður síðan Amundsen var og hét. Í grenjandi rigningu og stormi gengum við um heiðina án þess að finna einn einasta fugl. Við fundum þó tvær rjúpnaskyttur pikkfastar í snjóskafli og fengum að vera voða spaðar þegar við drógum þá upp. Enn skemmtilegra var á leiðinni niður af heiðinni þegar við fundum þá fasta í öðrum skafli og fengum að draga þá aftur upp. Við fengum sem sagt enga rjúpu þann daginn, en fengum slatta af jeppalúðastigum fyrir að bjarga hinum lúðunum.
Dag hinn þriðja vorum við komnir í lendur Teits hins digra á Flateyrum. Við gengum þar á fjöll, upp skelfilegar brekkur og skriður, klöngruðumst í klettum og ófærum og sáum ekki fjöður! Reyndar tókst okkur með þrjósku og þrautseygju að finna tvær veðurbarðar og hraktar rjúpur undir lok dags og voru þær skotnar miskunnarlaust.
Þá var kominn tími til að heilsá upp á káta björninn á Flateyri. Kallinn flúði eitthvað kellingaboð heima hjá sér og kom í konjak og öldrykkju hjá mér, pabba og tengdó. Svo þegar gömlu voru sybbnir og fóru að sofa kom Teitur með þessa líka stórgóðu hugmynd: förum á pöbbarölt! Ha? Jújú, hvaða pöbba? Feitur vippar upp forstjóraveskinu, hringir á leigubíl(já, þeir eru víst tveir þarna á Vestfjörðum) og dröslaði mér yfir til Ísafjarðar þar sem við gátum jú vissulega rölt á milli tveggja pöbba, og verður það því að flokkast sem löglegt pöbbarölt.
En öllu háði sleppt þá var vissulega gott og gaman að hitta góða félaga, og enn betra að sjá að þeir hafi það í raun bara helvíti gott. Nóg að gera við að bjarga heilu sveitarfélagi og svona. Það er þó einungis eitt sem ég tók eftir að vantar alveg sárlega þarna hjá honum Feiti. Já, eitt svona lífsnauðsynlegt sem kalla má lífsgæði; konur! Það eru bara engar konur þarna. Við fórum á cosmopolitan klúbbinn Edinborgarhúsið, og þar voru um 30-40 karlmenn og engar konur. Þaðan röltum við yfir á listamannahangoutið LangaManga, og þar var bara einfaldlega enginn! Ég hef því sent beiðni um að einn farmur af konum verði sendur þangað til hans, þetta bara gengur ekki lengur!
En árangur helgarinar er eftirfarandi: 2 rjúpur hvítar, þakkir frá lúðum sem festa sig og svo heljarinnar þynnka eftir vestfirskt pöbbarölt.
laugardagur, nóvember 17
Aðkomuviðvörun
Eigendur hinnar margrómuðu Ölstofu kennda við þá hina sömu hafa sent frá sér aðkomuviðvörun vegna stórminnkandi áfengissölu á 3 ársfjórðunig.
Fréttastofa FUGO hefur eftir Kormáki að þetta hafi nú allt byrjað með reykingabanninu. "Svo tók nú bottnin úr þegar okkar helsti fastagestur, Teitur hætti að venja komur sínar á staðinn. Maður gat alltaf treyst á að Teiturinn kæmi a.m.k tvisvar í viku til að fá sér nokkrar kollur. Það hjálpáði líka til að það var alltaf mikill sveimur af kvennfólki í kringum kallinn sem lífgaði mjög upp á stemninguna".
Reikningur hefur verið stofnaður til hjálpar Ölstofunni í Sparisjóði Húnvetninga, 323-26-22227.
En hefur Kormákur einhver skilaboð til Teits. "Tja við söknum hans Bjössa okkar voðalega (en fastakúnnar og starfsmenn þekkja Teit helst undir gælunefninu, Feiti Björn), þurftum líka að taka smokkasjálfsalan niður af klósettinu því það seldist ekkert eftir að kallinn fór. En við vonum bara hið best að hann láti sjá sig sem allra fyrst".
föstudagur, nóvember 16
miðvikudagur, nóvember 14
Vestur-víkingur
Talandi um veiðipósta og veiðiferðir, þá vill svo skemmtilega til að ég er einmitt í þann mund að fara í eina slíka á eftir. Ferð mín liggur fyrst í Norðurárdalinn, en svo mun ég halda í víking vestur á firði. Tilgangur ferðarinnar er vissulega að bjarga Önundarfirði undan ágangi rjúpunnar, en heyrst hefur að þetta skelfilega rándýr hafi orðið mörgum að aldurtila það vesturfrá.
Svo er það annað mál, að ég hef heyrt um mikinn mann, ljósan yfirlitum, sem hefur tekið völdin á Flateyri og mér hefur verið sagt að til að mega koma þangað þurfi fyrst að fara á fund hans og fá leyfi. Ætli maður verði ekki að gera það líka.
Svo er það annað mál, að ég hef heyrt um mikinn mann, ljósan yfirlitum, sem hefur tekið völdin á Flateyri og mér hefur verið sagt að til að mega koma þangað þurfi fyrst að fara á fund hans og fá leyfi. Ætli maður verði ekki að gera það líka.
Veiðipóstur XXXIV
Fór á fashanaveiðar um daginn. Það var ógeðslega gaman. Veiddi fisk líka hann var stór.... HRIKALEGA stór. Nú býð ég bara eftir að komast á Jakuxaveiðar á Grænlandi, dude hvað það verður sweeet.
Ég óska FUGO til hamingju með að vera aftur tekið til starfa. *muna svo: málefnaleg umræða er ekkert skemmtileg!
Ég óska FUGO til hamingju með að vera aftur tekið til starfa. *muna svo: málefnaleg umræða er ekkert skemmtileg!
þriðjudagur, nóvember 13
Bargvætturinn af Vestan..
"...Við þurfum að bretta upp ermar og auka umsvifin með meiri vinnslu,“
" Á skrifstofunni arðræninginn situr og hlær
því línuritið sýnir að afköstin eru meiri í dag en í gær.
Þúsund þorskar á færibandinu þokast nær....."
Annars vil ég óska Teiti til hamingjum með vel unnin störf fyrir vestan. Spurning hvenær hann fái afhenta lyklana af bænum
mánudagur, nóvember 5
Kaupahéðinn
Jæja, þá er Mósi kominn inn í hlýjuna og beint á spenann. Hvar eru samt allir bloggararnir okkar?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)