Talandi um veiðipósta og veiðiferðir, þá vill svo skemmtilega til að ég er einmitt í þann mund að fara í eina slíka á eftir. Ferð mín liggur fyrst í Norðurárdalinn, en svo mun ég halda í víking vestur á firði. Tilgangur ferðarinnar er vissulega að bjarga Önundarfirði undan ágangi rjúpunnar, en heyrst hefur að þetta skelfilega rándýr hafi orðið mörgum að aldurtila það vesturfrá.
Svo er það annað mál, að ég hef heyrt um mikinn mann, ljósan yfirlitum, sem hefur tekið völdin á Flateyri og mér hefur verið sagt að til að mega koma þangað þurfi fyrst að fara á fund hans og fá leyfi. Ætli maður verði ekki að gera það líka.
miðvikudagur, nóvember 14
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
"...þá gekk hann á fund Teits hins Gilda frá Flateyrum til að biðja leyfis vegna veðifanga. Teitur var gildur meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og limaður vel, en heldur feitlaginn á hinum seinni árum sakir vanheilsu, vel rjettur í göngu, herðamikill, baraxlaður, og nokkuð hálsstuttur, höfuðið heldur í stærra lagi, jarpur á hár, mjúkhærður, lítt skeggjaður og dökkbrýnn. Andlitið var þekkilegt, karlmannlegt og auðkennilegt, ennið allmikið, og líkt því, sem fleiri enni eru í hans ætt. Hann var rjettnefjaður og heldur digurnefjaður, granstæðið vítt, eins og opt er á Íslendingum, og vangarnir breiðir, kinnbeinin ekki eins há og tíðast er á Íslandi, munnurinn fallegur, varirnar mátulega þykkvar; hann var stóreygður og móeygður, og verður því ekki lýst, hversu mikið fjör og hýra var í augum hans, þegar hann var í góðu skapi, einkum ef hann ræddi um eitthvað, sem honum þótti unaðsamt um að tala sér í lagi pólítik eða fiskveðar.
Skrifa ummæli