fimmtudagur, febrúar 7

Íslendingur að taka Hollywood með trompi

Uppi varð fótur á fit meðal FUGO manna þegar í ljós kom í morgunn að Gunnar hefði ekki skilað sér heim. Ekki skánaði útlitið þegar heimildarmaður Fréttastofu FUGO innan lögreglunnar staðfesti að "ungur ljóshærður drengur" gistir nú fangageymslur okkar.
Þegar haft var samband við fjölmiðlafulltrúa Gunnars kom reyndar sannleikurinn í ljós. Þannig er mál með vexti að Gunnari hefur verið boðið hlutverk í hinni margrómuðu krimmaseríu "Prison Break" (eða "fangar í fangbrögðum"). Þar mun hann leika Spastískan hálbróður Michael´s sem kemur til bjargar á síðustu stundu. Dvölin í fangelsinu heima er einungis liður í undirbúningi Gunnars fyrir hlutverkið.
FUGO óskar Gunnari til hamingju....





(við gerð þessar fréttar var ekki haft samband við gunnar, einungis unnið út frá dylgjum og slúðri sem fréttastofan komst yfir með ólöglegum hætti)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gunni - Til hamingju með hlutverkið. Vissi ekki að þú hefðir þetta í þér!

Ég er viss um að þú ferð létt með spastíska hlutann!!!

HLH