föstudagur, mars 14

Mósaprins

Jæja, Mósi og frú urðu einum litlum strák ríkari í gærkvöld. Eftir langan og strangan dag kom prinsinn í heiminn, og þrátt fyrir að losa ykkur undan gooey fæðingarlýsingum þá ætla ég enn og aftur að benda á að fæðingar eru ekki fyrir the faint of heart!

Strákhnokkinn fæddist 18 merkur og 54 cm(sem er huge fyrir þá sem ekki kunna). Helgu heilsast vel, þrátt fyrir augljóst misræmi í stærðarhlutföllum og þess háttar.

Hér er svo mynd af litla stubb í þungum þönkum, dags gamall.



þriðjudagur, mars 11

Veiðipósturin 3. ed.

Jæja, þá er veiðin fundin! Mósi er búinn að kemba svæðið, leita í öllum skúmaskotum og svínbeygja gamla meistara til að gefa mér korn af visku þeirra.

Ferðinni skal haldið austur á land í Grenlæk, á veiðisvæði sem kallast Stensmýrarvötn. Þetta eru tvö myndarleg vötn með litlum ám og lækjum sem renna á milli, og þarna má fá myndarlega urriða, fína sjóbirtinga og slatta af bleikju. Þetta kostar ekki nema 8.500 kall á kjaft, og er kofi með heitum potti innifalinn í verði. Þetta eru fjórar stangir og síðasta helgin í ágúst er laus, 30-1(lau-mán). Ég er búinn að panta leyfin, þannig að ef menn eru ósáttir þá bara buhu. Ég ráðfærði mig við mikinn meistara í þessu og hann sagði mér að þetta væri fullkominn veiði fyrir svona hóp, allt agn leyfilegt fyrir lúðana, mikil veiðivon bæði í sjóbirtingi og bleikju og þægilegt aðgengi frá kofa og svona(s.s. Einar getur verið piussfullur allan daginn og samt komist aftur í kofann).

Hér er linkur á staðinn http://www.svfr.is/template1.asp?pageid=578

Endilega meldið ykkur sem fyrst og borgið mér fyrir leyfin, ég var að borga 68 þús fyrir þetta.

Poor man's Arnar Grant

Ég held að Kolli hafi viljað vera eins og gubbi Nergo og brotið rúðuna hjá gaurnum, þeir eru bara svo líkir að greyið Arnari var kennt um. Kolli er líka jafn mikið dikk og Arnar Grant
http://visir.is/article/20080310/FRETTIR01/80310064

föstudagur, mars 7

Veiðipósturinn 2. ed.

Veiðimósi hrýn af kæti yfir góðum viðbrögðum FUGO manna.

Ég talaði við mikinn speking sem ég hef verið að vinna með, fyrrverandi formann stangó no less, og leitaði ráða hjá honum. Hann benti mér á ýmsa kosti í stöðunni sem ég hafði ekki séð áður. Kolka er enn í myndinni, en ég ætla að skoða aðra möguleika líka sem hljóma virkilega spennandi.

Veiðimósi er því með eftirfarandi tillögu. Ég finn góðan veiðitúr með það fyrir augum að fá 4 stangir(8 veiðimenn) í 2 daga, verð á bilinu 20-40 þús per stöng fyrir helgina(10-20 þús á kjaft), góður veiðikofi og síðast en ekki síst ágætis veiðivon. Ég stefni á síðustu helgina í ágúst, eða á því tímabili. Hugsanlega verður þetta á virkum dögum, en menn verða bara að gera ráð fyrir því og taka sér frí ef þeir ætla með. Þegar ég er búinn að finna veiðina sem mér líst best á, þá kaupi ég hana án þess að spyrja kóng né prest og auglýsi dagsetningar og veiði. Þeir sem ætla með melda sig þá bara við mig og borga mér fyrir leyfin.

Fæ ég óskorað umboð FUGO manna til að fara svona að þessu? Ef ég á að bera alla kosti undir alla þá fer þetta bara í súpu og hafraGaut og við verðum of lengi að komast að niðurstöðu.

Nú á að koma með inpútt og skamma mig fyrir einræðistilburði.

P.s. þeir sem mótmæla og saka mig um einræðistilburði verða hýddir og sendir í útlegð.

fimmtudagur, mars 6

Veiðipósturinn

Jæja drengir, þá er veiðimósi farinn að hrýna og plana.

Mér hefur verið tjáð að lok ágúst-byrjun sept sé hentugasti tíminn fyrir farfuglana okkar, og ég hef því unnið út frá þeim upplýsingum. Ég er búinn að finna eina á sem mér líst bara helvíti vel á, og langar að bera undir ykkur. Þetta heitir Hjaltadalsá-Kolka og er fyrir norðan, ca. 300 km. frá bænum. Þetta er aðallega silungur, en slatti af sjóbirting og stöku lax. 4 stangir, veiðikofi(engin pottur, sorrý) og 15 veiðistaðir(minnir mig). Dagurinn kostar 10.800 per stöng, og eru bara seldir tveir dagar í einu, þ.e.a.s. hálfur-heill-hálfur. Gallinn við þetta er að ég veit ekkert um þessa á nema það sem ég finn á netinu, ég er ekki með neinar inside upplýsingar um hvort þetta sé eitthvað skull eða ekki, en mér sýnist á öllu að þetta geti verið way kúl.

Þá er bara að fá inpút frá ykkur. Síðasta helgin í ágúst er laus, og ég væri alveg til í að taka hana, en við þurfum að vera fljótir svo við missum ekki af því.

Veiðimósi út.