Veiðimósi hrýn af kæti yfir góðum viðbrögðum FUGO manna.
Ég talaði við mikinn speking sem ég hef verið að vinna með, fyrrverandi formann stangó no less, og leitaði ráða hjá honum. Hann benti mér á ýmsa kosti í stöðunni sem ég hafði ekki séð áður. Kolka er enn í myndinni, en ég ætla að skoða aðra möguleika líka sem hljóma virkilega spennandi.
Veiðimósi er því með eftirfarandi tillögu. Ég finn góðan veiðitúr með það fyrir augum að fá 4 stangir(8 veiðimenn) í 2 daga, verð á bilinu 20-40 þús per stöng fyrir helgina(10-20 þús á kjaft), góður veiðikofi og síðast en ekki síst ágætis veiðivon. Ég stefni á síðustu helgina í ágúst, eða á því tímabili. Hugsanlega verður þetta á virkum dögum, en menn verða bara að gera ráð fyrir því og taka sér frí ef þeir ætla með. Þegar ég er búinn að finna veiðina sem mér líst best á, þá kaupi ég hana án þess að spyrja kóng né prest og auglýsi dagsetningar og veiði. Þeir sem ætla með melda sig þá bara við mig og borga mér fyrir leyfin.
Fæ ég óskorað umboð FUGO manna til að fara svona að þessu? Ef ég á að bera alla kosti undir alla þá fer þetta bara í súpu og hafraGaut og við verðum of lengi að komast að niðurstöðu.
Nú á að koma með inpútt og skamma mig fyrir einræðistilburði.
P.s. þeir sem mótmæla og saka mig um einræðistilburði verða hýddir og sendir í útlegð.