fimmtudagur, mars 6

Veiðipósturinn

Jæja drengir, þá er veiðimósi farinn að hrýna og plana.

Mér hefur verið tjáð að lok ágúst-byrjun sept sé hentugasti tíminn fyrir farfuglana okkar, og ég hef því unnið út frá þeim upplýsingum. Ég er búinn að finna eina á sem mér líst bara helvíti vel á, og langar að bera undir ykkur. Þetta heitir Hjaltadalsá-Kolka og er fyrir norðan, ca. 300 km. frá bænum. Þetta er aðallega silungur, en slatti af sjóbirting og stöku lax. 4 stangir, veiðikofi(engin pottur, sorrý) og 15 veiðistaðir(minnir mig). Dagurinn kostar 10.800 per stöng, og eru bara seldir tveir dagar í einu, þ.e.a.s. hálfur-heill-hálfur. Gallinn við þetta er að ég veit ekkert um þessa á nema það sem ég finn á netinu, ég er ekki með neinar inside upplýsingar um hvort þetta sé eitthvað skull eða ekki, en mér sýnist á öllu að þetta geti verið way kúl.

Þá er bara að fá inpút frá ykkur. Síðasta helgin í ágúst er laus, og ég væri alveg til í að taka hana, en við þurfum að vera fljótir svo við missum ekki af því.

Veiðimósi út.

3 ummæli:

Gautur sagði...

Þú mátt skrá mig í þessa ferð. Lýst vel á þetta. ÞEss má geta að veiðihúsið þarna er einir 80 fm sem sagt 10x stærra en kofinn á heiðinni í fyrra,

Koma svo drengir melda sig inn hið snarasta!

Nafnlaus sagði...

Skrá mig takk.. Lýst vel á þetta

Joey sagði...

ég er geim - kannski meiraðsegja að ég komist loksins í veiðireisu!