fimmtudagur, júlí 24

Passíf-aggressífir forréttir

Rakst á þessa grein á vefsíðu The New Yorker. Hér eru frábærar ábendingar sem við getum kannski notað okkur í næsta FUGO grilli.
http://www.newyorker.com/humor/2008/07/21/080721sh_shouts_brenner

Btw, hver á næsta leik? Krummi og frú eru búin og gautur og frú líka. Pant hver?

Quick-fix

Ég henti inn svona tímabundnu leiáti á síðuna, svona rétt á meðan nýja hönnunin er í vinnslu.

miðvikudagur, júlí 23

Smáauglýsingar

Lítið notaður bíll fæst á góður verði fyrir réttan aðila, bílnum fylgir smurbók og geisladiskur(í spilara)

Frábær veitingastaður í hjarta miðborgarinnar þar sem saman fara hröð og frábær þjónusta og notalegt umhverfi. Hressir pitsabakrar halda uppi fjörinu öll kvöld frá kl 19.

Ertu þunnur? Hefurðu prófað steiktan lauk- Nielsen ehf

Crash......

Getur einhver lagað okkar ástkæra blogg...

Kv

fimmtudagur, júlí 17

Einn fyrir Krumma

Fann þetta á u-tube

þriðjudagur, júlí 15

Pókémon



Póker hjá Krummanum á föstudagskvöldið..... djöfull líst mér vel á það. Mun rýja ykkur kjúklingana inn að beini. Einar mætir með óútfyllt skuldabréf frá Ice-bank þannig að þið ættuð ekki að verða uppiskroppa með peninga.

föstudagur, júlí 11



"Man kan ikke siger ad han ligner meged fysiskt med den berömte engelske TV-stjerne Jerem Clarskon"...men han er lige meget "petrol-head".

Svona hefst forsíðu grein danska blaðamannsins Peter Hofsdal í hinu geysivinsæla danska bílablaði Motor Magasinet. Blaðamaður þess kom til Íslands til þess að fræðast um íslenska bílamenningu. Var honum snarlega bent á að enginn vissi meira um bílareglugerði en Gautur Sturluson hjá Umferðastofu. Eitthvað hefur danska þýðingin á hinu íslenska orði "reglugerð" skolast til, því Peter hélt að hann væri að tala við fróðast bíladellukarl landsins. Afrakstur viðtalsins má lesa í Júlíhefti Motor Magasinet sem kemur í hillur Eymundsson 22 júlí.

Fréttastofa fugo óskar Gauti til hamingju með þennan frama og hefur traustar heimildir fyrir því að Gautur sé á leið til Álaborgar til að vera kynnir á hinni árlegu dráttarvélasýningu dönsku bændasamtakanna.

miðvikudagur, júlí 2

Grillpóstur II

Sælt verið fólkið,

Vegna gríðarlega dræmra viðbragða hefur nefndin ákveðið að slá grilli á frest þessa vikuna og leggja til nýja dagsetningu. Helgina 19- 20 júlí þegar Lúndunbaseraða grilltröllið verður á klakanum.

Nú hafa menn góðar 3 vikur til að melta þetta með sér og búa til tíma þannig að allir geti mætt í allsherjar grill þá helgi.

Vinsamlegast melda sig inn sem fyrst!

kv.
Nefndin.