Sælt verið fólkið,
Vegna gríðarlega dræmra viðbragða hefur nefndin ákveðið að slá grilli á frest þessa vikuna og leggja til nýja dagsetningu. Helgina 19- 20 júlí þegar Lúndunbaseraða grilltröllið verður á klakanum.
Nú hafa menn góðar 3 vikur til að melta þetta með sér og búa til tíma þannig að allir geti mætt í allsherjar grill þá helgi.
Vinsamlegast melda sig inn sem fyrst!
kv.
Nefndin.
miðvikudagur, júlí 2
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Ekki spurning ég mæti. Nú þarf bara að ákveða hvað skal grilla. Ég talaði við Bjarna og Orra. Við erum búnir að setja upp chat-forum á Masterchefs.co.uk. þar eru þegar komin drög að matseðli, Orri krefst þess að grilla Brasilískt Bavíanakjöt en Bjarni heldur fast við Rússneskar Dúfna lundir. Vil benda mönnum að umræður þarna eru allar á FAGLEGUM nótum þannig að ég vil bara fá uppbyggilega krítík... ekkert burger-og-bjór kjaftæði.
En bíddu nú við, ég var búinn að gleyma því að það er víst KREPPA á Íslandi. Þá erum við að tala um þunnyldi og hrosasket á grillið.... og heimabrugg með.
Auðvitað grillum við folaldasteikur og hrefnuket, það er ekkert annað til í búðum þessa dagana, þar sem wagyu ketið og ostrurnar fóru algerlega með pyngju okkar fugo manna og því skall á kreppa.
Annars er það rétt, þeð slíkum fyrirvara þá eiga allir að láta sjá sig. Það er engin afsökun að geta ekki losað eitt kvöld meðheilar 3 vikur til að plana það (heyrirðu það Gubbi Nerg, engin afsökun! Mér er alveg sama hvar þú ert staddur í heiminum).
Öllu víni slepptu þá er hlakka ég til að hitta ykkur (líka þig trölli) og mun systematískt svelta mig fram til 19./20.
Doktorinn snýr aftur þann 20. júlí, in theatres near you!
Skrifa ummæli