föstudagur, maí 30

Núna er það svart! Eini maðurinn sem að skrifar hérna á fugo er ég. Pattinn er búinn í prófun og gæti fariðað koma aftur sterkur inn en þar sem að hann er að flytja og að byrja að vinna er möguleiki á að svo verði ekki. Mósagrís er farinn langt í burtu en lofaði samt að vera duglegur að skrifa jafnvel þótt hann væri í útlandinu. Lítið hefur heyrst í Bylgju-manninum en þar sem að hann kemur alltaf sterkur inn annað slagið þá bíð ég spenntur. Nú borgarstarfsmaðurinn neitar að skrifa nema hann sé móðgaður svo ég geri hér með tilraun .... Jói þú ert hommi! Rammagerðar pakkið hafa verið óduglegir að skrifa og á ég ekki von á að það bætist í bráðri framtíð.
En annars að alvöru málum ég legg til að það verði meira gert úr því sem að fugo stóð upprunalega fyrir (bjór, kellingar[fyrir þá sem að vilja], bæjarferðir og hinar ógleymanlegu fugo drykkjur sem að verða ávallt færri með hverju ári). Nú hef ég ábygilega móðgað einhvern sem að finnst þetta hræðileg hugmynd en það skiptir engu máli því að enginn nennir að skrifa hvort sem er. Þið hinir endilega látið í ykkur heyra.

mánudagur, maí 26

Jæja þá er evróvision afstaðið og tyrkir enduðu á því að vinna. Það sem einkendi keppnina í á voru fáklæddar skonsur (veit ekki hvernig var með kallpeninginn, Jói er sérfræðingurinn í þeim málum) og mikið af lélegum lögum (óvanalega léleg þetta árið, vantaði alveg skemmtilega danska lagið). Ég verð að segja fyrir minn part að testastaron veislan á Hagmelnum hafi farið vel enda mikið bjór og aftur skonsurnar í keppninni voru helvíti flottar (var einhver kallpeningur í keppninni?). Ölið flæddi og menn urðu eins drukknir og möglegt var án þess að verða sér til skammar (sem er tiltölega nýtt fyrirbæri hjá yours truely). Synd að Pattinn skildi ekki hafa látið sjá sig en vel skiljanlegt þar sem það er vissulega fúllt að verða að vera edrú í þegar allir hinir eru fullir. Annars verður að segja að ég hefði átt að fara af fordæmi Mósagrísins og fara bara ekkert í bæinn en eftir að hafa horft á allar þessar skísur var erfitt að gera það ekki. En vitir menn þegar maður fær í bæinn með væntingar er maður fljótur að tapa þeim öllum og gera einhverja vitleysu t.d. tína öllum sem maður þekkir eða ekki sniðugt að reyna fara á sem flesta staði þegar svona margir eru í bænum.
Eitt afrek var unnið um helgina en það var á matarsviði eins og vanalega 2 stórir Subway og hamborgari með frönskum á undir 12 tímum er það nokkuð skrítið að mér finnist óþarft að hafa sessu í stólum lengur. Jæja ætli maður fari ekki bótina á eftir... þær voru nú samt flottar, sérstaklega frá Kýpur.
ROKK!!!!!!!

fimmtudagur, maí 22

Það væri nú lítið eftir af lögfræðinni ef við ætluðum að sleppa öllu sem involverar skriffinnsku og málalengingar, það er líka nauðsynlegt í verksamningum eins og í til felli téðar skúrbyggingar að allt ´sé á tæru um hvernig viðkomandi verktaki hyggst framkvæma verkið og hvernig verkkaupi hyggst krefjast að honum þ.e hvaða væntingar viðkomandi verkkaupi gerir til árangur verksins....þetta er svo skentilegur samingarétturinn....ég hélt nú annars að svona steypumagn og byggingatölffræði væri nú einmitt eitthvað sem svona verkfræði-sprellikallar væru að fíla...... ég sit einmitt hér og er að lesa fyrir próf í þessu umrædda efni...þ.e samningarétti þannig að ég vorkenni Armando ekki rassgat fyrir að vera að vinna praktískri beitingu þessarar ágætu fræðigreinar út frá verkfræðilegum vinkli!! svona er minn dagur hvernig er þinn!?!
Jæja drengir gott að heyra að það sé góð stemming fyrir júróvísíón. ÞAð er farið að hlakka í mér að sjá ...... ölið þar sem það er aðeins of langt sían að menn fengu sér í glas. Annars svona að meiri alvöru málum. Ég er að fara í stúdents veislu kl 16:00 á laugd og reikna því ekki með að vera komin heim fyrr en 18:00. Þeir sem geta illa unað við þetta verða bara að kingja stolltinu og reyna að sætta sig við það.
Annars verð ég að segja eitt hér í lokin, þeir ykkar sem ætla að fást við eitthvað lögfræðilegt í guðana bænum látið útboð og því um líkt í fryði. Mér var fengin hér í vinnunni eitt stykki útboð fyrir skúr (ca. 20 fermetrar). Þetta er 100 blaðsíðna rit og það stendur allt um hvernig skúrin á að vera meira að segja hvernig menn eiga að steypa steypuna, sem sagt mjög skemmtilegt. Svona er minn dagur hvernig erþinn?

miðvikudagur, maí 21

°önnur eins magnþrúngin viðbrögð hafa ekki sést hér á vefnum síðan síðast var boðið í öl!!!´þetta er svo eonkennilegt með okkur FugO menn að flestir okkar sem eru ekki jafn kjaftaglaðir og kynvilltir og ég.....skríða ekki út úr skelinni nema lyktin af bjór sé á næsta leiti. Það væri nú skemmtilegt að taka upp öðruvísi hjal...en við skulum snú aokkur að máli málanna sem er ...........HVER hlýtur gullpálmann!!! þ.etta er nátturulega alveg ótrúlegt allt saman HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAH MUHHAHAHA........
Ég var að vafra um á hinum ýmsustu bloggsíðum +í dag og komst að þ´vi að fólk er almennt bara leiðinlet og vitlaust ég skil ekki hvað er verið að hvarta yfir bulinu í okkur...á öllum þessum síðum var eitthvað fólk að tala um hven´ær það tannburstaði sig síðast og hvað það fékk að borða í gær...... ég veit ekki með ykkur en þetta helvíti nenni ég ekki8 að lesa ...........má ég þá frekar biöðja um bullið í okkur.... mér var reyndar að detta í hug að setja það allt saman .........skv jóa er þetta að verða dálagleg bók........og presentera hana svo sem listaverk ..........svona súrealískan hugaróm um nútímann..... vera svona hugmynda listamenn..... bókin væri titluð efti Freygarð Backmann..... ég sé þetta fyrir mér...............það ´æru pott þétt einhverjir tilgerðarlegir listasnobbarar sem myndu falla fyrir svona bulli.........það yrði bara að dulbúa textann þannig að blogglyktin væri ekki eins sterk...........
ARAGGGHHHH ég get ekki hætt að blaðra............SORRY ég biðst afsökuna á þessu kjatæði.............

PATTINN þakkar Mósanum gott boð og þiggur með þökkum afnot af sjálfrennireið Mósa meðan sá síðarnefndi er í KARAb+iskahafinu...................
Síðast þegar ég gáði gaf flugfélagið námsmanna afslátt. Það er líklegast ódýrarra en að leigja bíl. En svona að alvöru málsins, hvað í ósköpunum ætla menn að gera til Akureyris veistu ekki að staðurinn er fullur af framsóknarmönnun og auk þess þá tala þeir skringilega. Í guðana bænum veldu farkost sem kemur þér eins fljótt í burtu og mögulegt er. Án alls gríns dettur mér ekkert sniðugra í hug en flugvélin... sorry, nema Gunnar vilji fjúga með þig personally... ef hann má það enn.
PATTINN er í vandræðum...honum vantar bíl um hvítasunnuna...svo að hann geti komist til Akureyris að hitta tengdó!!!!! Ef einhver veit um ódýra bílaleigu eða getur veitt PATTANUM einhvers konar hjálp í viðlögum þá í guðanna bænum Save Our Souls.

Einn í vondum saur !!!!

þriðjudagur, maí 20

Lif þú heilastur kæri Armando og takk fyrir frábært boð sem undirritaður þiggur með þökkum og tilkynnir hann hér með komu sína að kveldi þess 24 eða 5 man ekki alveg...... eru menn ekki að fara að skella blóðugum steikum á grill og malla góða sósu og svona.....PAttinn býðst til að lána kellinguna sína í verkið hún er helvíti spræk...vinnur vel og er ekki til vandræða....... Algörlega er óþarft að vera að horfa á kúkalabbann á BBC... svona til að drepa niður stemminguna þar sem maðurinn sá er alveg hreint sérdeilis óskemmtilegur og mikill stemmingsbrjótur..... Bú á hann..... það er einlæg ósk Pattans að sem flestir sjái sér fært að mæta með gleði í hjarta í bjórbælið á Melunum þetta ágæta Eurovosionkveld.....með sóskin í hjarta og svarta barta........þar´t að kvarta helvítis varta........annarsw segi ég vara eins og kellinginn ef þú ert með skyrið þá kem ég með grautinn...visíið og rommið bolluna og bjórinn...Sérstaklega er skorað á Mósann að koma úr sveitinni og gera góða hluti með allt á hreinu!!!! Ekki verður gert átakanlegt grín að honum vegna sveitamennsku og sauðalyktar.....heldur verður honum tekið fagnadi og hann boðinn velkominn þangað sem hann á heima í hjarta siðmenningunar þar sm rauðvínsþrútið og kransæðas´tiflað menningarhjarta Reykjavíkur slær......á Hagamel.....bíddu nú við.........34 ....nei 89.........nei 48....já eða eitthvað í þá áttina alltént vita allir sem við kemur hvar teitið er......ykkar skál herrar mínir

PATTINN
Jæja nú geri ég tilraun með að skrifa á bloggið úr vinnunni. Þetta ætti ekki að vera slæmt þar sem ég hef tiltörlega lítið að gera annað en að klóra mér í rassinum. Það er alla veganna skemmtilegra en að lesa allar þessar skýrslur sem búið er að hrúa á mig. Það er gaman að sjá að fleiri en ég hafa reynt að fljúga en hið undarlega er að ekki þurfti neinn bjór til, er Mósagrísin nokkuð að slappast í drykkjunni? Annars þarf pattinn ekkert að svekkja sig voða mikið því að ég þarf að vera bak við skrifborð 8 klst á dag og fæ ekki að fara neitt út, eini gallinn hjá mér er að ég fæ ekki að fara út þegar prófin eru búinn.
Nú til að lifta mér upp ætlaði ég að bjóða til evróvision partís á laugd og verður meir að segja stillt á BBC til að forðast Gísla Martein. Þeir sem hafa áhuga ættu að vera í bandi enda um einstakan atburð að ræða (batteries not included).

föstudagur, maí 16

Það er kominn tími til að snú aftur...ég verð að komast upp í 10000 orð fyrir hvítasunnu eða 34,9% færslna eins og eitthvað félagsfræði gáfurmennið mundi orða það..ég hef nú reyndar ekkert voðalegar áhyggjur af því að það takist ekki þar sem ég er núna eins og alþjóð veit að lesa undir endurtektarpróf....en gang til og ætti því að hafa fátt annað að gera en að eusa úr skálum óánægjuminnar yfir ykkur kæru félagar...Me´r fannnst athyglis vert núna síðastliðinn hálfan mánuðinn...hefur enginn skrifað neitt hvérna á þessa síðu okkar og orsakast það sennilega af þ´vi að orðhákarnir þeas. ég og Mósi höfum verið fjarri góðu gamni...en það er augljóst að ekki er hægt að treysta á sláfræðinga og drykkfelda verkfræðinga, þaðan af síðu viðskiptafræðinga sem eru með það æðsta takmark að frlytja lögheimilið sitt í HR og ekki er leikarinn að gera góðahluti í þeim efnum....jú jú viti menn enn og aftur er það á valdi okkar lagamanna að sjá um blaðrið.....halda svona rauðum þræði í þessu.....Mér er runnin reiðin sem reuk í mig um daginn..og biðst ég innilegrar afsökuna á þ´vi öllu saman þó að sjálfsögðu hafi það allt verið jóa að kenna....

sólin skín hérna inn um gluggan hjá mðér og fyrir utan eru þeir viðskiptafræðingar Gunni og Trölli að hlaða áfengi í sendiferðabifreið....þeir eru að fara í stemminguna þeir eru í vinningsliðinu þeir eru með allta á hreinu....reyndar þarf maður nú ekkert að vera neinn ægilegur spaði til að hafa allt á hreinu ef maður er að læra viðskipta fræði.....en það er önnur saga....meðan ég fyrlgist með félögum mínum hlaða áfengi í bílinn við glaðlegan undirleik birgittu Haukdal og írafár....tárast ég af eymd og leiðindum.....það á víst ekki fyrir mér að liggja að ná prófum....ég tek því aftur upp mitt gamla indíana nafn Reynir að ná próum og er óvíst að neitt muni geta breytt þessu svona verður þetta allltaf ´+eg í einhverju ströggli meðan aðrir hlaða bjór í bíl!!!!
P.S Jói! er ekki best að skrá hjá sér strax að þetta eru 345 orð og mín 80 mfærsla þannig að ég er að ná fyrsta tugþúsundinu...

Ég þakka þeim sem nenntu að lesa þetta bull og vonandi verður einhver sem sér sóma sinn í þvíað rita eithvað á þess síðu annar en ég.....það er leiðinlegt að tala við sjálfan sig......................svona til lengdar!!!

Kveðja PATTINN!!!!

miðvikudagur, maí 7

mósi...........................................................................................

sunnudagur, maí 4

PAttinn skilur fyrr en skellur í tö-nnum og þar sem hann á í erfiðleikum með að sökkva sér niður á það lákúrulega plan sem Kynvilingurinn er kominn á þá ætlar pattinn að gefa honum frí frá því að vera að láta VÆl fara í taugarnar á sér....
þeir sem ekki hafa misst alla trú á pattanum er bent á að hægt er að nálgast væl á pattinn_.blogspot.com....þar eru engir pirraðir honmar að setja út á allt sem gert er.

föstudagur, maí 2

I Just Don't Have Time. Þetta er mitt komment á það sem Pattinn var að skrifa hér síðast og mér finnst þetta mjög rétt viðhorf. Það er nauðsynlegt að hrósa þessu aðeins (svo Pattinn byrji ekki að væla aftur!!!).

Ég hef engan áhuga á að kalla þig svartsýnan eftir þetta. Ég gæti kallað þig væminn, gæti sagt að þú sért nýbúinn að lesa bókina um veginn, eða bara kallað þig homma right back at you, en svartsýnan ætla ég ekki að kalla þig.

Yfir og út...
Nei sko ef það er ekki sjálfur ´mósi kominn aftur til starfa hressari en áður..... ég vill byrja á að tilkynna honum um að ekki sé ástæða til að örvænta þar sem stutt sé í næsta FUGO djamm. Auk þess sem djammið um daginn var ekki fullgilt fúgó þar sem vantaði lykil menn í þeim selskap svo sem Mósann sjálfan og Feit....e allir vegir liggja víst til flateyrar og þar hefur meirhluti okkar mann dvalið langdvölum við bjórdrykkju á vagninum.... þetta er samt svo skrítið þið eruð alltaf að segja hvað ég sé fúll og þunglyndur og niðurdrepandi.....ég kannast bara ekkert við þetta....hvað eruði að pæla að umgangast mig.....málið er bara að ég er RAUNSÆR!!!!!!!!!!!!!! það er t.d þannig að við sannfærum okkur sjálf um að lífið verði betra eftir að við giftum okkur, eignumst börn og síðan annað barn. Síðan pirrum við okkur á því að krakkarnir verði nógu gamlir og við erum sannfærð um að við verðum betur stödd þegar að því kemur. Næst erum við örg yfir því að við þurfum að eiga unglinga. Við munum svo sannarlega verða hamingjusöm þegar því skeiði verður lokið. Við teljum sjálfum okkur trú um að líf okkar verði fullkomið þegar maki okkar tekur til í sínum málum, þegar við fáum betri bíl, þegar við fáum tækifæri til að fara í gott frí eða þegar við setjumst í helgan stein.
Sannleikurinn er sá að það er ekki og verður aldrei til betri tími til að vera hamingjusamur en einmitt núna. Ef ekki núna, hvenær þá. Lífið verður alltaf fullt af áskorunum og viðfangsefnum. Það er best að viður-kenna þetta fyrir sjálfum okkur og ákveða að vera hamingjusöm engu að síður, á hverjum degi.
Vinur minn sagði eitt sinn. Í langan tíma hafði mér virst sem líf mitt væri í þann mund að hefjast - hið raunverulega líf. En alltaf var einhver hindrun í veginum, eitthvað sem þurfti að eignast fyrst, einhver óútkljáð mál, mig vantaði tíma til að sinna hlutunum og alltaf voru einhverjar ógreiddar skuldir. Þá loks gæti ég byrjað að lifa lífinu. Að lokum rann upp fyrir mér ljós. Þessar "hindranir" eru líf mitt. Þetta sjónarhorn hjálpar okkur að sjá að það er engin leið til að hamingjunni. Hamingjan er leiðin.
Svo að varðveittu og lærðu að meta hvert augnablik sem þú átt. Lærðu að meta það meira vegna þess að þú deildir því með einhverjum sérstökum, nógu sérstökum til að eyða tíma þínum með..og mundu að tíminn bíður ekki eftir neinum!
Hættu að bíða, bíða eftir að þú klárir þetta eða hitt, eftir að þú missir nokkur kíló, eftir að þú náir á þig nokkrum kílóum, hættu að bíða eftir að þú eignist börn og barnabörn og eftir að börnin flytji að heiman, eftir að þú byrjir að vinna, að þú hættir að vinna, að þú giftist, að þú skiljir, eftir laugardagskvöldinu eða sunnudagsmorgninum, hættu að bíða eftir nýja bílnum, eftir að þú sért búinn að borga upp bílinn eða húsið, eftir vorinu, sumrinu, haustinu, vertinum. Hættu að bíða eftir því að þú fáir þér drykk og svo að bíða eftir því að það renni af þér. Hættu að bíða eftir því að þú deyir.. Hættu að bíða eftir að ákveða að, Það er enginn tími betri en einmitt núna, til að vera hamingjusamur…..
Hamingjan er ferðalag, ekki áfangastaður.
Í dag er tími til að; vinna eins og þú þurfir ekki á peningum að halda, elska eins og enginn hafi nokkurn tíma sært þig, dansa eins og enginn sé að horfa…..

REynið að kalla mig pessimista núna!!!!!!! Hommarnir ykkar!!!''

ykkar einlægur PATTINN

fimmtudagur, maí 1

"ath ath stafsmaður í skódeild er beðinn um að koma fram í afgreiðslu"
þetta er setningin sem reif mig up úr þunglyndi!!!!!! það er svo sem ekki svo slæmt að falla í prófum....ég er líka búin að mastera það sbr. indiánanafnið mitt!!!!..........ég vil benda síðasta ræðu manni á að ekki er got að taka orð einstaklinga á barmi örvæntingar of alvarlega. Auðvitað er bjór um helgina....ég er ekkert að fara að rústa þessum prófalestri akkúrat á föst kvöld!!!! é ghélt að þið væruð nú farnir að þekkja mig það vel að þið gerðuð ykkur grein fyrir að ekki er alltaf marktækt það sem vellur upp úr mér svona þegar allt er svart og maður sér dauðanb á hverju strái!!!

"lýst er eftir grimmlyndum laganema af bifrastartegund sem strrauk fra eiganda sínum á laugardagsmorgun, laganeminn er dökkleitur og á ættir að rekja til sáudi arabíu ...þeir sem hafa orðið hans varir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á Hellu...!!!!!"

"hvað varð eiginlega um hinn kjaftaglaða sprellara sem kallaði sig Mósa????? hefur jörðin gleypt hann....?????!?!?!?" Síðast sást til ferða hans við ísbúð eina í vesturbæ Reykjavíkur þar sem han var í förum með snót einni smávaxinni. Ekki er gott þegar menn hverfa svona án þes að láta vini og vandamenn vita....... HVAr er nú peyjinn sem reyndi hvað mest að fá menn hér í skemmtilegar umræður á þessari síðu......

"deyr fé deyja frændur..deyr kálfur og Sami Lipponen...........!!!!

"Svaraðu mér dularfulli svertingi!!!!!!"

kv. PAttinn
TIME OUT!

Þetta er bara bannað!!! Það er eitt sem er algjörlega ekki í lagi og það er að fara í þunglyndi yfir skóla, konum eða vinnunni! Því sama hvað gerist þá er alltaf bjór! (Þarna á að standa vinir sem maður getur treyst á!!!).

Hér færðu klapp á bakið: *klapp* *klapp* og hættu svo þessari eymd. Ef þú ætlar að halda áfram að tala um sjálfsmorð, þá skaltu byrja á því að taka þig saman í andlitinu og ræsta út. Hættu þessari vitleysu!

OK, engin bjór um helgina. Það er allt í lagi, bíður betri tíma. Gangi þér vel í prófalestri og verkefnavinnu. Ég veit þú getur þetta, en það skiptir ekki máli. Það sem er aðalatriðið er að þú veist að ÞÚ GETUR ÞETTA.

Ég hef bara eitt að segja við þig Gautur:
"SHOW ME THE MONEY!!!"