Jæja nú geri ég tilraun með að skrifa á bloggið úr vinnunni. Þetta ætti ekki að vera slæmt þar sem ég hef tiltörlega lítið að gera annað en að klóra mér í rassinum. Það er alla veganna skemmtilegra en að lesa allar þessar skýrslur sem búið er að hrúa á mig. Það er gaman að sjá að fleiri en ég hafa reynt að fljúga en hið undarlega er að ekki þurfti neinn bjór til, er Mósagrísin nokkuð að slappast í drykkjunni? Annars þarf pattinn ekkert að svekkja sig voða mikið því að ég þarf að vera bak við skrifborð 8 klst á dag og fæ ekki að fara neitt út, eini gallinn hjá mér er að ég fæ ekki að fara út þegar prófin eru búinn.
Nú til að lifta mér upp ætlaði ég að bjóða til evróvision partís á laugd og verður meir að segja stillt á BBC til að forðast Gísla Martein. Þeir sem hafa áhuga ættu að vera í bandi enda um einstakan atburð að ræða (batteries not included).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli