mánudagur, maí 26

Jæja þá er evróvision afstaðið og tyrkir enduðu á því að vinna. Það sem einkendi keppnina í á voru fáklæddar skonsur (veit ekki hvernig var með kallpeninginn, Jói er sérfræðingurinn í þeim málum) og mikið af lélegum lögum (óvanalega léleg þetta árið, vantaði alveg skemmtilega danska lagið). Ég verð að segja fyrir minn part að testastaron veislan á Hagmelnum hafi farið vel enda mikið bjór og aftur skonsurnar í keppninni voru helvíti flottar (var einhver kallpeningur í keppninni?). Ölið flæddi og menn urðu eins drukknir og möglegt var án þess að verða sér til skammar (sem er tiltölega nýtt fyrirbæri hjá yours truely). Synd að Pattinn skildi ekki hafa látið sjá sig en vel skiljanlegt þar sem það er vissulega fúllt að verða að vera edrú í þegar allir hinir eru fullir. Annars verður að segja að ég hefði átt að fara af fordæmi Mósagrísins og fara bara ekkert í bæinn en eftir að hafa horft á allar þessar skísur var erfitt að gera það ekki. En vitir menn þegar maður fær í bæinn með væntingar er maður fljótur að tapa þeim öllum og gera einhverja vitleysu t.d. tína öllum sem maður þekkir eða ekki sniðugt að reyna fara á sem flesta staði þegar svona margir eru í bænum.
Eitt afrek var unnið um helgina en það var á matarsviði eins og vanalega 2 stórir Subway og hamborgari með frönskum á undir 12 tímum er það nokkuð skrítið að mér finnist óþarft að hafa sessu í stólum lengur. Jæja ætli maður fari ekki bótina á eftir... þær voru nú samt flottar, sérstaklega frá Kýpur.

Engin ummæli: