miðvikudagur, mars 24

Georg góði "forseti"
George W. Bush, "forseti" Bandaríkjanna. Hann var ekki kosinn í embætti, hann sveik kosningaloforð sín á fyrsta mánuði og hann er lesblindur alkóhólisti. Hann stjórnar eina heimsveldinu í dag.

Hvað er að okkur? eða, hvað er að Bandarísku þjóðinni? Af hverju sætta þau sig við þetta? Tökum nú bara til dæmis eitthvað sem hann hefur gert fyrir Bandarísku þjóðina:

*Skorið niður fé til rannsókna á endurnýjanlegum orkugjöfum um 50%

*Skorið niður fé til rannsókna á umhverfisvænni og sparneytnari bílum um 28%, á meðal þess að hann hafi afnumið frest bílafyrirtækjanna til 2004 til að framleiða þessa bíla

*Svikið kosningaloforð um að veita 100 milljónir dollara á ÁRI í verndun regnskóganna

*Skorið niður fé til félagslega íbúðakerfis Girls and Boys Clubs of America, samtaka um barnaheill, um 60 milljónir dollara

*Hafnað alþjóðlegum sáttmála um bann við sýklahernaði

*Skorið niður fé til viðhalds á félagslegum íbúðum um 700 milljónir dollara

*Skorið niður fé til Umhverfisverndarstofu um HÁLFAN MILLJARÐ dollara

*Dregið sig úr Kyoto-bókuninni vegna gróðurhúsaáhrifa frá 1997 - bókun sem 178 aðrar þjóðir hafa skrifað undir.

*Lagt kapp á þróun "smákjarnorkusprengja" sem eru hugsaðar til að ráðast gegn skotmörkum sem eru grafin djúpt í jörðu (Saddam?:klikk, en þetta er brot á sáttmála um tilraunir með kjarnorkuvopn (CTBT)

*Skipað John Bolton sem ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu með vígbúnaðarstjórnun og alþjóðaöryggi á sinni könnu (John er einmitt andvígur takmörkunum á útbreiðslu kjarnaodda OG andstæðingur Sameinuðu Þjóðanna

*Skipað Terrence Boyle til alríkisdómara, sem er andstæðingur borgararéttindalöggjafarinnar

*Skipað Ted Olson í stöðu varadómsmálaráðherrra, aðallögfræðing Bush í kosningasvindlinu í Flórída

...

og ég gæti haldið áfram endalaust. Með því að horfa á þetta sem venjulegur Íslendingur, myndi maður sætta sig við svona forseta? Mann sem lofar einu og gerir annað, mann sem ræður fólk í miklar stöður fyrir litla greiða og menn sem eiga ALLS ekki heima í þeim stöðum sem þeir gegna. 20.000 mótmælendur tóku á móti honum þegar hann var að keyra að Hvíta Húsinu í fyrsta sinn eftir "kosningar". Hann þurfti að hætta við frægu göngu forsetans seinustu 4 húsaraðirnar að Hvíta Húsinu því það var verið að varpa eggjum og tómötum á þá.
Pælið í því, þvílík skömm, að þurfa að horfa á þetta.. mann sem var ekki kosinn í embættið, vera svo skíthræddur við almúgann að hann varð að stinga af á svarta limmanum og skilja þar með eftir nokkra gegnblauta sérsveitarmenn í mótmælagöngu.

Hann er alkóhólisi, og lesblindur. Það er lesið UPP fundarskjölinn fyrir hann því hann skilur ekki þessi stóru orð. Hann þorir ekki að sætta sig við það að hann sé alkóhólisti, en það er einmitt fyrsta þrepið í að lækna vandann við áfengið, að játa. Hann hefur nú samt verið þurr síðan hann var FERTUGUR! og hefur þrisvar verið stungið inn í fangelsi! Einu sinni fyrir að keyra undir áhrifum.

Sjáum nú til, ég er ekki að segja að miðað við það að hann sé alkóhólisti sé hann öllu óhæfur því að gegna þessu embætti. En bara það að hann er að gegna líklega álagamesta starfi á jörðunni. Hvernig eigum við að vera viss um það að hann muni ekki taka smá í flöskuna þegar allt bregst? Getur hann fullvissað okkur um það? Ég veit ekki.

Og talandi um það að höndla hlutina, þegar hann var í flughernum var skyndilega kallað út til stríðs. Bush ákvað að fá leyfi í einn dag, hann fór, en hann kom ekki í eitt og hálft ár!! Hvernig virkar það? þannig er mál með vexti að menn eru nálægt því að vera réttdræpir fyrir að vera liðhlaupar, en ekki George Jr. Hann hljóp heim til pabba.

Þannig er þetta bara, hann situr nú í forsetastólnum með alla gömlu vini föður hans, allir þeir sem Pabbi gamli kom til valda eru þar enn og ráða mestu um hvað skal gera í Bandaríkjunum.. hvernig höndlar hann þetta? hvernig höndla Bandaríkjamenn þetta?

það er góð spurning...

Engin ummæli: