mánudagur, mars 8

Vá hvað mér leiðist!!!!
Ég er akkúrat as we speak í prófi í afleiðum og áhættustjórnun og ég veit ekkert hvað ég á við mig að gera. Þetta er soldið krípí staða nebbla, ég er löngu búinn með prófið en það eru allir, og ég meina ALLIR, að pikka og pikka og leysa dæmi enn á fullu. Það gefur okkur tvo möguleika: 1. ég er svo klár í afleiðum og áhættustjórnun að ég er bara klukkutíma að leysa próf sem tekur aðrar manneskjur fjóra klukkutíma, eða 2. ég er að misskilja þetta á einhvern stjarnfræðilegan hátt og prófið sem ég er að fara að skila inn er svo útíhött heimskulegt að það mun príða síður næsta heftis af skólaskopi og ég verð þekktur sem Krummi the fool það sem eftir er.

Það versta er að ég hallast eiginlega að möguleika 2. því að allir séníarnir sem eru alltaf með tíur í þessu dóti eru svitnandi yfir excelinu að reyna að fá botn í þetta leiðindapróf......

Engin ummæli: