Hvað varð um alla? Hvar eru brandararnir og banterið sem að fyllti síður okkar?
Fyrst að þið eruð svona fúlir og leiðinlegur þá ætla ég bara að koma með litla veiðisögu.
Team Kretín fór í lokaveiði sumarsins á fimmtudaginn. Ferðinni var heitið í Stóru-Laxá á svæði þrú í versta veðri sem sést hefur á suðurlandi í um hálft ár. Það er ekkert grín hvað veðrið var krappí, hífandi rok og grenjandi rigning og vonir okkar bræðra eftir góðri og skemmtilegri veiði fóru strax dvínandi. Ég gat þó sætt mig við að ég fengi að testa nýja jeppann minn(ok, jeppling) í alvöru veiði.
Gömlu kretín voru saman á stöng og kretínbræður voru saman með hina og þegar við vorum komnir útí á fór að hvessa ennþá meira og rigningin ágerðist. Kolli kastaði flugunni nokkrum sinnum í sjálfan sig og mér tókst að flækja línuna í öðru hverju kasti sem gerði það að verkum að helmingin af tímanum stóð maður uppað mitti útí á, saman krullaður í girni og með spún á bólakafi í rassinum á vöðlunum. Sjitt hvað þetta átti eftir að verða vonlaus veiðiferð. Sem betur fer vorum við Kolli með bjór og Jegermeister svo þetta var ekki alveg vonlaust.
Eftir pott og nokkrar veiðisögur var farið snemma að sofa því að gömlu kretín sögðust hafa séð laxa þar sem við ætluðum um morguninn.Við fórum frekar seint af stað, enda var veðrið alveg jafn krappí og daginn áður og þegar úrí á var komið byrjaði sagan að að endurtaka sig. Kolli veiddi sjálfan sig, ég flækti devoninn í hettunni minni og nestið mitt blotnaði.
Við vorum orðnir frekar vonlitlir og fúlir þegar það var skyndilega rifið í línuna hjá mér. Upphófst þarna mikill bardagi og var strax ljóst að um mikið skrímsli var að ræða. Stórhvelið reyndi ítrekað að draga mig útí vatnið, en eftir mikið einvígi krafta og sálfræðistríð var ókindin að falli komin. Kolli stökk til og dró drekann á land og eftir að hafa reynt að taka Kolla í bóndabeygju þá veitti ég honum(fisknum, ekki kolla) náðarhöggið með fína rotaranum mínum.Þegar við höfðum skálað í Jeger og fagnað smá virtum við skeppnunni fyrir okkur og sáum að þarna var enginn annar en Alec Boltwin mættur, enda mældist hann rúm 10 pund.
Fariði nú að skrifa hérna drengir, ég þarf að hafa eitthvað að gera í vinnunni.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli