miðvikudagur, nóvember 24

Ástríkur kemur úr meðferð!!!

Ástríkur Eiríksson, sem margir kannast við eftir að hann ásamt nokkrum félögum sínum úr Gaulverjahreppi háði hetjulega baráttu gegn sameiningu þeirra sveitarfélaga sem nú kallast Árborg. Ástríkur leiddist í kjölfar sameiningarinnar út í mikla óreglu ásamt félaga sínum Þorsteini Ríkharðssyni, en saman gerðu þeir yfirvöldum i Árborg ýmsa skráveifu.

„Auðvitað var þetta tómt rugl,“ segir Ástríkur, sem nýkominn er úr meðferð. „Við vorum drekkandi einhverja bölvaða sterabætta amfetamínólyfjan, sem kunningi minn reddaði - í tíma og ótíma. Við vorum gersamlega komnir úr takt við allt í kringum okkur. Ég man að undir það síðasta vorum við farnir að trúa því að hann þarna bæjarstjóri, hann Einar litli, væri sjálfur Júlíus Sesar - ég meina, kommon!“

Ástríkur hefur nú hafið nýtt líf og bíður þess nú að fyrrum félagi hans fái reynslulausn, en sá afplánar nú dóm fyrir stórfelld og hrottaleg ofbeldisverk gegn starfsfólki Ráðhússins á Selfossi auk þjófnaðar á höfuðfötum þeirra og meiðandi ummæli - en hann vildi meina að þau væru öll „klikk“.


Engin ummæli: