fimmtudagur, apríl 14

Lengi lifi Gautur Lúðvík I

Djöfull lýst mér vel á hans hátign Gaut Lúðvík I. Nú er komið mótíf fyrir byltingunni sem ég hef plottað svo lengi, koma réttbornum kóngi okkar á sinn rétta stall. Þá loksins getum við steypt plebbunum á Alþingi af stóli og sent þá í gúlagið. Já, ég hef róast með árunum og er hættur við að vilja skjóta þá alla, miklu frekar að senda þá á Kárahnjúka að vinna með Portúgölunum og Rúmenunum.
Gautur yrði fyrirtaks kóngur, góður frontur sem að ég myndi svo stjórna bak við tjöldin. Jújú, vissulega myndum við hafa Gautsdag og Pattafest og eitthvað svoleiðis til að gefa kallinum tækifæri á að veifa fjöldanum og svona, en hin raunverulegu völd yrðu í höndum hins nýja aðals sem stæði bak við krúnuna. Ég segi að við ættum bara að drífa í þessu, ég fæ einhvern sniðugan aðalstitil eins og Markgreifi eða Hertogi og fæ svona ættaróðal og sé um að stjórna hlutunum meðan Gautur lætur taka myndir af sér klappandi litlum börnum og gefur mæðrastyrksnefnd brauð.

Þeir sem eru á móti mér verða sendir á Kárahnjúka.

Engin ummæli: