þriðjudagur, apríl 12

"Pussycat,pussycat I love u.....yes I dooooo!"

Ég þakka mönnum kærlega fyrir ágæta skemmtun á laugardag... einkar skemmtilegt í alla staði þó að ég verði að taka undir með Krummanum að eitthvað ólyfjan var í þessum veigum þar sem undir lok kvöldsins varóg orðinn sannfærður um að mín framtíð lægi í Guðfræði... og það eina rétta að gera væri að kasta frá sér syndugri lögfræðinni og fara að helga sig ritningunni... gæti verði að um einhver hugrenningatengsl við útför páfa hafi verði að ræða....... Lenti reynda í því að vera búinn að þamba hvítvín án árangurs(þ.e ölvunarástands) þegar húsfreyja benti mér á að prófa endilega spritsel! eða eitthvað svoleiðis..... (það er sum sé hvítvín í sprite 50 /50) ég var sum sé búinn að vera að þamba hommakók allt kvöldið..... ölvunarástandiuð batnaði til muna þegar tekið var á það ráð að fordæmi mósans að skella sér í pólskan spíritus sem gerði það sem til þurfti er ég ekki frá því að þarna hafi verið á ferð heilagur andi í flöskunni.... en lítð var þó um óskir uppfylltar........ magnþrungið móment til að séifa í minningarbankanum er þegar menn sungu með meistar Tom Jones af krafti svo undir tók í hrörlegum bárujárns húsum þingholtanna. Jú það sannast enn sem fyrr að þar sem þeir FUGO menn koma saman þar er stuð og nú síðast líka Guð...... þetta verðu endurtekið hið snarasta með gömlunar athöfnu framkvæmdarstjórnans þann 22. apríl þangað til I bid u good day...

Merkilegt hvað eitt slefandi parkinsonveikt gamalmenni getur haft mikil árhif á heimsbyggðina.... Páfinn er farinn heim. Við biðjum bara að heilsa. Hef samt velt fyrir mér hvort ekki sé meira stuð í kjallaranum(þ.e helvíti) ég meina hverjum finnst gaman í kirkju ENGUM guð nennir örugglega ekki einu sinni að mæta hefur eflaust nóig annað að gera á sunnudögum en að tjilla í kirkju..... Það er örugglega bara einn stór pöbb á himnum þar sem menn drekka pilsner og eplasafa meða það er svona Ibiza stemming í kjallaranum..... alltént verðu páfinn vonandi í góðum fíling á nýjum stað ...... AMEN.

Skellti mér í vöfflur hjá ömmu á laugardaginn..... hún hélt ekki vatni yfir brúðkaupi bretaprins... kommon á ekkert að fara að gera mannræfilinn að kóngi...... svo er hann að giftast einhverri sextugri herfu og þetta er allt í beinni útsendingu.... skrítið..... hafði nú meira gaman af Páfanum... og hans jarðsetningu..... hef einhvernveginn aldrei fílað Windsorarna ég er meira fyrir þá félaga Karl Gústaf Svíjakonung og Harald Noregskonung(heitir hann ekki örugglega HArldur nú ef ekki þá heitir hann Ólafur) Held að það sé alveg stormandi lukkka að vera svona rojalítet... bara tjilla í smóking með svona borða og veifa og eitthvað... ekkert mál...... getur verið alveg slefandi fáviti en samt virða menn þig og svona.... þú þarft ekki einu sinna að ríkja í neinu landi það er nóg að vera bara eitthvað rojalítet langt aftur í ættir..... eða hafa verið kóngur einhverstaðar ... t.d í Grikklandi rúmeníu.... svo er eflaust fínt að vera kóngur í Belgíu og Hoillandi...... en ég get svo sem sleppt þessum draumum mínum um þægilegt rojalítetlíf..... litlar líkur á að KRistján X hafi skellt sér á einhverja formóðir mína þar sem hún var að koma úr fjósinu frá því að moka flórinn..... en það er samt allt í lagi að halda í vonina.........

Gautur I. .................nei.. myndi sennilega taka mér upp nafna..... Vilhjálmur Jóhann Játvarður Karl I. ... Jáááááa nú erum við að tala saman

Engin ummæli: