mánudagur, maí 23

Þetta var skemmtilegt drykkjuraus hjá honum Einsa vonandi að hann fái tækifæri til að leggja lag sitt við þetta kínveska tálkvendi sem sveimar skólabúningaklætt yfir kanölunum í Köben.
Ég verð að fá að minnast á Eurovision. Ég verð að vera ósammála einsa um Moldavíu sem var bara eitthvað SKA prump. Þetta er orðið að slavovision, vettvangur þar sem íbúar heimsþorpsins koma saman í Eurovision og efla andann en eins og í öllum þorpum þá hefur heimsþorpið að á að geyma einu þorpsfíflið.. og ég held að það sé nokkuð klárt að Ísland er þorpsfíflið í heimsþorpinu. Ár eftir ár eyðir íslenska ríkisútvarpið stórfé til að senda einhverja mislukkulega vitleysinga til útlanda í fylgd Jónatans Garðarsonar (sem nótabena er búinn að fara frítt til útlanda í 10 ár og segir alltaf að kepni lokinni.. tja við gerðum okkar besta) og á vherju ári erum við jafn sannfærð um að menn í útlandinu eigi almennt eftir að standa á öndinni og gapa af aðdáun og lotningu fyrir þessu fólki úr norðrinu sem er bara emst kúl. Staðreyndin er sú að öllum er slétt sama um þessa keppni nema okkur og tja Moldavíu..... og hin ömurlega staðreyndin er sú að við eigum ekki séns í þetta.... nema kannski við fáum einhvera stuðbolta frá Kárahnjúkum til að rugga í band og sendum þá..... Niður með Slavavision.... þetta er bara ekki sanngarnt

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja hálfvitar ég lagaði comment kerfið ykkar að beiðni Mósaplebbans. Þetta er aðeins öðruvísi en var, það virðist sem gamla sé í einhverju limbói. Ef þið eruð ósáttir við hvernig þetta lítur út þá er hægt að breyta framsetningunni að vild.

Hvenær verður svo næsti póker, það verður að jarða Gunna því þetta var algjört svindl, Krummi var búinn að segja mér að hann kynni ekkert að póka og ég tel að Gunni hafi verið að sigla undir fölsku flaggi. Þykist vera voða saklaus og góður en er bara ívúl.

Nafnlaus sagði...

Þess má geta að Einsi er kúkur og getur nú hætt að gráta yfir commentleysi

Einar Leif Nielsen sagði...

Já, ég skal hætta að gráta... en verð að segja að Kolli er góður maður að bjarga þessu fyrir okkur