þriðjudagur, maí 24

Lendarskýlur og herlegheit

Úff.....það er nú meira sem ég fæ að speða skattpeningunum ykkar. Starfsmönnum skráningardeildar Umferðarstofu(including yours truly) var boðið í dekur og tyrkneskt bað í Laugum. Dude, ég veit að það er fáránlegt en það er eitt af hinum ónefndu fríðindum þess að vinna á kellingavinnustað, maður græðir big tæm á væli, nöldri og almennum aumingjaskap þessara bitru kvenna. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá okkur að þær fóru allar að gráta og til að bæta þeim þetta sálræna sjokk að þurfa actually að vinna var öllum boðið í 10.000 kr. dekur í þessu Lauga Spa.
Spa er náttúrulega fáránlegt concept útaf fyrir sig. Þarna er maður að spóka sig um í heitum pottum, fimm mismunandi gufuböðum, afslöppunarherbergi og einhverjum undarlegum fossi sem er skreyttur með rössum og sáðfrumum. Gufuböðin eru snilld, þarna er eitt með myntugufu og fuglasöng, eitt með sítrónugufu og hvalahljóðum, eitt sem heitir cabin-eitthvað og er með svona eikargufu og skógarhljóðum. Svo er afslöppunarherbergið kapítuli útaf fyrir sig, þar eru 30 lazyboy stólar í kringum arineld og róleg píanótónlist til að láta manni líða eins og algjörum homma meðan mar situr á brókinni í lazyboy fyrir framan arineld umkringdur af feitabollum og Val í bötterköpp.
Þetta er bara byrjunin.....svo kom að tyrkneska baðinu sjálfu. Dudes, þetta er fáránlegt. Manni er plantað í einhverja agnarsmáa lendarskýlu sem lætur lánskýluna í Vesturbæjarlauginni vera eins og boxera. Þetta er einhver pappírslufsa með bandi sem varla hylur gaurinn og dulast svona yfir rassinn á manni og hefur tendensa til að reyna að verða g-strengur. Karlmenn eiga ekki að þurfa að þola svona flík. Maður legst svo á einhver bekk þar sem einhver Olga skrúbbar mann hátt og lágt með vírbursta og ilmsápum. Og það er allt skrúbbað! Mér rétt tókst að halda félaganum inni í duluni og bjarga honum meðan hún rispaði mig sundur og saman. Eftir þetta fer maður í heilnudd(enn í skýlunni góðu). Svona heilnudd er náttúrulega bara olíudreifing um líkaman og til þess eins gert að svæfa mann með dimmum ljósum, kínverskri jógatónlist og hrikalega þægilegum bekk. Enda var ég farinn að hrjóta eftir 10 mín og missti þannig lagað af nuddinu fræga.
En eins og ég segi, þetta var í boði ykkar og á vinnutíma, svo ég er bara alveg sáttur við að eyða vinnudeginum svona.

P.s. Return of the Sith rokkar!!!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst að allir eigi rétt á tyrknesku baði líka ríkisstarfsmenn
ekki bara við sem störfum í einkageiranum, Það er gott að vita að til eru menn eins og ýmir sem halda okkur hinum upp takk ýmir þú ert æði....

Nafnlaus sagði...

Ok, tókuð þið eftir þessu? Þarna var Ýmir að viðurkenna að hann fantasiserar um mig í g-streng

Nafnlaus sagði...

LIVERPOOOOOOOOOOOOOOL!!!!!!

Leiðinlegt fyrir Ými að vera herra mikilvægur og missa af besta leik ever.

Einar Leif Nielsen sagði...

Horfði Ýmir ekki á leikinn... ég horfði meir að segja á leikinn... hvað er eiginlega að gerast!!!

Nafnlaus sagði...

Hvenær verður næsta pókerkvöld?

Nafnlaus sagði...

Það er búið að "leggja niður" póker kvöld.... leggðu bara kapal!