Á degi sem þessum er við hæfi að hnýta aðeins í menn og koma með almennar athugasemdir um hvað mætti betur fara. Nú er lag að búa til smá læti. Um daginn hringdi einn limur FUGO í mig og kvartaði undan óhófi og vitleysu á pókermon kvöldum. Sagði að þar væri of mikil drykkja og gleði fyrir sinn smekk, konan bara þoldi þetta ekki lengur. Stakk svo upp á því að pókermon kvöld yrðu framvegis á virkum kvöldum frá 8 til 12. Þá gæti hann farið út með góðri samvisku og komið heim í feld konunnar ódrukkinn og hress, jafnvel boðið að halda slík kvöld ef menn væru stilltir! :) Ha! hva! hvurslags! tja! jahérna! (innskot: hvað er í gangi með þessar orustuþotur yfir Reykjavík!, Rússarnir komnir?) Nú er ég skilningsríkur strákur að eðlisfari og jafnan í andlegu jafnvægi við menn og dýr en þetta er bara of mikið! Eru menn búnir að tapa sér og ætla að draga aðra góða menn með sér? Er þá ekki bara næsta skref að allir gerist templarar og spili bara vist við félagana á þriðjudagskvöldum. Ef þetta er leiðin sem menn eru að fara þá segi ég að hún er til helvítis og hana ætla ég að bíða með að ganga. Skömm að þessu og verður tekið fyrir á næsta fundi og ályktað gegn svona vitleysu.
Farið varlega útí helgina og verið kurteisir og góðir við dreggja samfélagsins.
föstudagur, september 16
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Málið er bara að Krummi ræður þessu ekki sjálfur, enda orðinn ráðsettur plebbi í árbænum.
Hei, engar svona blammeringar. Það voru Kolli og Ýmir sem suðu upp þetta plott. Ég er enn viltur og frjáls sem fuglinn þrátt fyrir að vera Árbæjarjarlinn.
Kolli og Slímir eru hins vegar í einhverjum kúriklúbbi sem mega ekki vera úti að leika lengi.
En það skal hins vegar kunngjört að næstkomandi þriðjudagskveld er fyrsta kvöldið í hinum nýja siðmenntaða pókemon klúbbi. Bannað að skrópa
Ég er ekki frá því að ég öfundi ykkur af þessum gríðarlega hámenningarklúbbi ykkar, ömurlegt að skilja fólks vona útundan hehe
Krummi. Hættu að bera að fyrir þig. Það varst þú sem að vildir færa þetta á virka daga....Ekki draga mig í þessa úthverfa-meðalmensku með þér. Ég styð statt og stöðugt við það að menn spili um helgar. Bjórþamb er órjúfanlegur þáttur á pókerkvöldum. Ég neita að fara að spila á virkum dögum og fara heim það snemma að þú getir náð endursýningunni á O.C. á fimmtudagskvöldum með konunni....
Skrifa ummæli