mánudagur, september 12

Veiðimósi

Jæja, þá fer laxveiðivertíð mósans senn að ljúka, ekki nema einn túr eftir. Þetta er reyndar búið að vera hið ágætasta veiðisumar, hef narrað upp lax í hverri ferð og misst nokkra. Það sem gerir þetta enn skemmtilegra er að Kolli greyið telur veiðiguðinn vera að testa sig því að hann hefur nú átt tvö skelfileg veiðisumur í röð. Það er reyndar spurning um hvaða viðurnefni hann á að fá. Hann veiðir nebbla bara urriða þegar hann fer í laxveiði og ætti því að vera kallaður Urri, en hann er líka orðinn nokkuð desperate á að veiða svo það má líka alveg kalla hann Desperate Housewife eða jafnvel Bree van der Kamp.

Annars þótti mér nokkuð gott að laun bankastjóra seðlabankans voru hækkuð um 27%. Jú, ég meina bankastjórar viðskiptabankanna eru að fá stjarnfræðilega háar tekjur og ekki vill Seðlabankinn missa sitt fólk í einkageirann. Yeeesssss......það er nebbla mikil eftirspurn hjá einkareknum vipskiptabönkum eftir útbrunnum pólitíkusum sem eru álíka jafn hæfir bankastjórar og indverski sundlaugavörðurinn í Vesturbæjarlauginni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Siggi Sundlaugarvörður er með meistarapróf í Hagfræði þannig að ef hann væri ekki kominn á eftirlaun og búinn að leggja sundskýluna ðá hilluna þá væri hann alveg geimí að stýr aeinum banka.