Það er kominn tími til að andvarpa aðeins. Rétt að melda sig inn og láta umheiminn vita að ég er ekki alveg týndur. Engu að síður týndur í andvarpi...bra
Þessi ritgerðarfjandi hefur verið gott tilefni í mörg góð og löng andvörp...ef þetta fer ekki að klárast þá breytist ég bráðum í önd...bra
En það er ekki bara ritgerðin. Hef týnt mér aðeins í Lost seríunum tveimur og lítið annað hægt að gera en að andvarpa yfir allri þessari vitleysu því mig grunar að þættirnir munu aldrei enda. Grunar líka að handritshöfundarnir að þessu hafi ekki hugmynd um hvernig á að enda þetta. Það er allavega hrikalega steikt að týnast í þessum þáttum...bra
Svo týndi ég frakkanum mínum um daginn. Það var langt andvarp...bra, jafnvel brabra
Svo varð ég árinu eldri um daginn án þess að þroskast neitt að ráði. Með árunum verða andvörpin lengri og dýpri...brabrabrabra
Annars er framtíðin björt. Sjáumst í maí :)
þriðjudagur, apríl 4
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hahahahaha hvernig fer Teiturinn alltaf að því að týna frökkum og öðrum yfirhöfnum? Ég er viss um að það sé einhver búálfur sem er að leggja hann í einelti.
Ég fylgdist með fyrstu Lost seríunni og hafði gaman af þangað til síðasti þátturinn skildi mann eftir, ekki beinlínis með stórt spurningarmerki framan í sér heldur eiginlega með risavaxið fokkmerki í andlitinu. Þá tók ég ákvörðun að hætta að horfa á þessa vitleysu (og eftir fyrsta þáttinn í 2. seríu þá hef ég alveg staðið við það).
Ég hef þarfari hluti við tímann að gera, eins og t.d. að horfa á gamla 24 þætti eða ennþá eldri Friends þætti, já og hananú...
Brabra...
ég hélt að þú værir talsmaður krappí sjónvarpsefnis holdi klæddur ........ hahahha
Skrifa ummæli