sunnudagur, október 1

Gagnrýni

Það kemur ekki oft fyrir að maður sjái eitthvað sem er einstakt, öðruvísi. Ég var svo heppinn síðasta laugardag þegar ég fór á miðnætursýningu á nýju myndina hans Darren Aronofsky, The Fountain. Þegar maður situr fastur í sæti sínu eftir bíómynd og getur varla fengið sjálfan sig til að ganga út úr salnum er eitthvað sérstakt í gangi. Myndatakan ein og sér er næg ástæða til að sjá myndina, jafnvel þó að allt hitt sé líka í algerum topp gæðum. Þeir sem sáu síðustu mynd leikjstjórans, Requiem for a Dream, geta ímyndað sér hvað ég á við.
Þó skal tekið fram að myndin er alls ekki fyrir alla, einungis hörðustu kvikmynda og lista unnendur. Aðrir munu væntalega ekki skilja myndina og því afskrifa það sem þeir hafa séð, mikil mistök. Það er nokkuð í myndinni sem er sameiginlegt verkum David Linch og hafa sumir kalla myndina 2001 21. aldarinnar, þó er sýningartími bara 96min.
Vona að þið fáið fjótlega tækifæri á Íslandi, eða NY, til að sjá myndina en hún var sýnd á kvikmyndahátið hér í Köben. Sjálfur ætla að fara aftur í bíó þegar myndin fer í almenna sýningu.

Engin ummæli: