mánudagur, október 9

Iron man


Dagurinn í dag er stór merkilegur. Í dag hófst upprisan. Í dag er dagurinn sem ég hóf að endurnýja sjálfan mig. Í dag er fram kominn betri og fullkomnari maður. Enginn annar en maðurinn með títanskrúfuna í efri endajaxli til hægri! (hér má hugsa sér senu þar sem api kastar priki upp í loft og í næsta skoti er komin geimstöð á skjáinn og vals leikinn undir)

Eina áhyggjuefnið er hvort málmleitartæki, t.d. á flugvöllum, munu héðan í frá ávallt sjá sér leik og borði og pípa þegar ég geng í gegnum slík hlið...það væri pínu vesen. En þá er bara að hafa sambærilega röngenmynd, og hér birtist, meðferðis ávallt og öllum stundum máli manns til stuðnings.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það er gott að áhyggjuefnið er ekki fagurfræðilegs eðilis, eruð þér þá orðnir gulltenntir og glæsilegir tilbúnir að selja notaða bíla ef lögfræðibransinn fer eitthvað að verða þreyttur

Orri sagði...

Hmmm...
Veit ekki hvað þessi röntgenmynd sannar svo sem. Gæti til að mynda bara gefið til kynna að þú hafir sett skrúfu upp í munninn og tekið af því mynd svona til að villa um fyrir flugvalalrgæslunni svo að þú getir smylgað sarín gasi um borð í flugvél án gruns!

Mósagrís sagði...

Ég er samt að spá í einu; núna ertu með skrúfu sem stendur úr kjaftinum á þér og hlýtur að virka soldið krípí(soldið eins og vondur kall í sci fi mynd). Hefði ekki verið sniðugara að skrúfa tönn í staðinn?