fimmtudagur, nóvember 2

Kallinu svarað

Til að svara Gauti hvað varðar nefndir, manntal og fleira þá hef ég þetta að segja:

Ég skal að sjálfsögðu taka að mér veiðideildina, enda finnst mér það nokkuð gefið. Ég er strax farinn að plotta nokkrar góðar ferðir næsta sumar, og hef í hyggju að taka ykkur í allavega eina laxveiði(aðeins betri á núna, ég lofa) og svo eina ferð í silunga á nokkra sem ég veit um. Það er hræódýrt og skemmtilegt.

Svo vill ég endilega breikka svið veiðideildar FUGO og fara með ykkur að skjóta. Það er reyndar háð þeim takmörkunum að ég er sá eini með byssuleyfi(já ég veit, þið gáfuð mér það, takktakk) þannig að ég vil reka á eftir ykkur hinum, sem viljið koma með í þess lags skemmtilegheit þ.e.a.s., að drífa ykkur á byssunámskeið. Það er way gaman að vera á skytteríi, og þeir sem ekki vilja skjóta geta farið í fjaðurham og verið lifandi gerfigæsir fyrir okkur hina.

Hvað lög félagsins varðar þá legg ég til að við endurvekjum gamlan íslenskan sið og höfum lögsögumenn sem muna lögin í stað þess að festa eitthvað niður á pappír. Ég t.d. útnefni sjálfan mig lögsögumann og næst þegar við hittumst skal ég þylja upp lög félagsins sem allir verða að muna og þylja þau upp að ári liðnu. Ef einhver svo þykist vita betur eða hefur eitthvað á móti lögunum sem ég þyl upp eftir mynni þá dæmi ég viðkomandi í sekt og réttdræpan því að ég er jú lögsögumaðurinn. Lögfræði smögfræði, mitt kerfi er betra.

Einhverjar athugasemdir?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

nope þetta er reyndar alveg subbulega skemmtileg humynd hjá þér kæri lögsögumaður....

..líst vel á fleiri veiðiferðir... held að við hinir ættum að fjölmenna á byssunámskeið sem fyrst og gera svo allt kreisí...