Ég á erfitt með að taka ákvarðanir. Það er svo sem ekkert launungarmál og allir sem þekkja mig vel vita þetta. Þess vegna var það ég sem var látinn leika manninn í sjoppunni sem getur ekki valið hvað hann á að kaupa sér og valkostunum bara fjölgar, í Poppleiknum Óla 2 í MH á sínum tíma og þótti öllum sem vissu til vanda míns þetta stórskemmtilegt.
Nú er svo komið að ég er 10 árum eldri en þá, en sennilega lítið þroksaðri, því ég á enn mjög erfitt með að taka ákvarðanir. Á þessum tíma í fyrra þurfti ég að velja úr 3 verkefnum sem verið var að falast eftir mér í. Þau rákust nefnilega öll á tímalega og það er ekki hægt að vera á fleiri en einum stað í einu. Er þetta ekki 21. öldin?!? Hvar er öll stórkostlega tæknin sem á að gera manni kleift að ferðast aftur í tímann, skipta sér upp í 3 eintök af sjálfum sér og allt það?
Ég böglaðist með þetta á sínum tíma og tók á endanum ákvörðun. En það var auðvitað bara ein ákvörðun. Nú er aftur komin upp sama staða! Á nákvæmlega sama tíma bara ári síðar. Ætli sé verið að reyna að kenna mér eitthvað hérna?
Auðvitað er þetta frábær staða fyrir mig að geta valið úr verkefnum. Í raun og vera draumastaða! En eins og ég sagði í upphafi: Maður getur alltaf fundið sér eitthvað til að kvarta yfir...
fimmtudagur, nóvember 9
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Bú hú mæ dæmond sjús r tú tæd... haha sá á kvölina sem á völina ekki satt?
Skrifa ummæli