Jæja, þá eru allavega einhverjar línur að skýrast. Þeir sem eru búnir að melda sig eru eftirfarandi:
Mósi
Trölli
Feitur
Skeinar
Nubbi Gerb
Páfagautur
Nærbuxna-Atli
Kolli dvergur
Smokkurinn
Hugni
Skói
Þessi listi er algerlega 100% bindandi og þeir sem eru á honum eru skuldbundnir að borga það sem sett er upp. Doktorinn er ekki enn búinn að melda sig, en það er nóg pláss fyrir alla nema konur.
Svo er það önnur spurning, og það er varðandi veiðitíma. Ég tel best að hafa þetta í byrjun ágúst, en ég vil fá fídbakk frá ykkur varðandi það. Svo er málið með helgar eða virka daga. Ég er t.d. búinn að vera að skoða eina frekar flotta á sem ég held að myndi henta okkur mjög vel, en allar helgar eru uppseldar þannig að við yrðum að vera allavega tvo virka daga. Það er í lagi mín vegna, en aftur þá vil ég fá fídbakk hvað þetta varðar.
Svo er vatnahugmyndin hans Kolla dvergs. Það er massagaman á Arnarvatnsheiði og yfirleitt fullt af fiski og hræódýrt. Gallinn er hins vegar sá að það þarf jeppa til að komast þangað(jepplingar okkar bræðra duga varla) og húsið er soldið robust, enginn pottur og kannski ekki rafmagn og svona. En endilega gefið líka fídbakk á það.
Og koma svo.......
föstudagur, mars 2
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Flottur vinur, stendur þig vel. Ég segi hvenær sem er og í hvaða á sem er (sem er í boði) Jafnframt til í hörkukallakeppni upp á heiði ef hægt verður að leysa faraskjótavesen án þess að þurfa notast við múlasna.
Mér finnst sexí að fara um helgi ferkar en að fara á virkum dögum en það ræður samt ekki úrslitum... mér líst vel á að baksast í einhvern róböst ramagnslausan fjallakofa til veiða... við reddum farskjóta...
Ég er ekki með feitan rass!
Ég fer ekki til Noregs fyrr enn Ísland sekkur í sæ.....reyndar eru álíka miklar líkur á að ég veitði eitthvað og að landið sökkvi í sæ....
...ÉG vara Doctorinn við að hæðast að veiðikóngi síðasta árs.... með aðdróttunum um sílaveiði þetta var vænn 4 cm hængur og hananú hehehe
Skrifa ummæli