mánudagur, maí 14

Veiðimósi

Jæja, þá er Mósi búinn að sveifla stönginni og blóðga flugurnar. Fór í massagóðan veiðtúr með Vonlausa um helgina. Fengum fullt af fallegum silungum, Gölturinn tók einn 5 punda og ég náði einum 2.5 punda, restin var um pundið sem er flottur matfiskur. Heví stuð í góðu veðri. Verst að stjórnin hélt velli, annars hefði þetta verið fullkomin helgi.

Mósi er núna æstur í meiri veiði og hlakkar mikið til að fara með veiðideild FUGO á heiðina í júlí, þar munu sko stórhvelin falla. Hei, hvað þoriði að veðja miklu að Gautur detti útí og fylli vöðlurnar sínar af vatni?

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var nú aldeilis skemmtilegt blogg.. meira svona!!!

ég mundi nú ekki þora að veðja við þig þar sem líkurnar á því að ég fylli ekki vöðlurnar mínar eru hverfandi.

Nafnlaus sagði...

Kemst ekki inn á Helv...bloggið..til að pósta. Allavegana þá hef ég ákveðið að heiðra íslendinga með komu minni um Hvítasunnuhelgina. Því verður slegið upp partíi á Njálsgötu 20 föstudaginn 25 maí.
Skyldumæting hjá FUGO mönnum.

Mósagrís sagði...

Hvur andskotinn, er þetta með vilja gert hjá ykkur plebbunum að koma bara heim þegar ég er einhversstaðar útí rassgati?

Nafnlaus sagði...

Bíddu hvar í andskotanum verður þú?

Mósagrís sagði...

Ég verð fyrir vestan því að systir hennar Helgu er að staðfesta kristna trú sína(fucking hypocrite) og ég yrði aflífaður á virkilega kvalafullan hátt ef ég myndi reyna að beila. Ætli það yrði ekki "death by fermingarveisla, the ultimate punishment". Án gríns samt, djöfull er ég fúll yfir að þurfa að vera að gera eitt það leiðinlegasta í heimi og þannig missa af einhverju virkilega skemmtilegu. Life sucks.

Nafnlaus sagði...

hahah það gæti nú verið erfitt að finna helgi þar sem þú ert í bænum.... hvað segiði eruði lausir 3. okt hahahaha

Mósagrís sagði...

3. okt er reyndar miðvikudagur, en þið megið alveg koma í heimsókn þá, ég verð í bænum.

Nafnlaus sagði...

Ok...þrátt fyrir að "The one´s who shall not be named" (Feitur er verður víst líka þar) séu á Flateyri þessa helgi í einhverjum annarlegum tilgangi þá verður samt blásið til drykkju á Njálnum föstudaginn 25 maí. Vil biðja aðra FUGO menn að melda sig.....

Nafnlaus sagði...

Annars heyrði Fréttastofa FUGO, Huppan, því fleygt á Teitur sé á leið til Flateyrar að kaupa kvóta. Hann fer sem fulltrúi LOGOS til að kaupa kvóta og skip KAMBS ehf. sem hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta, en Kambur er aðalvinnuveitandinn í plássinu. Mikill skjálfti sé innan fjölskyldunnar á Sólbakka og hefur Fréttastofan það eftir öruggum heimildum að Einar O. hafi hótað að gera strákin arflausan ef af sölunni verður. Haraldur "slor" Guðmundsson útgerðarmaður hjá Kambi sagði í samtali við fréttastofuna..."þetta er nú eins og rýtingur í bakið....ég kenndi nú Teit að míga í saltan sjó og verka Grásleppu.....Ég hefði kannski átt að henda hevlvítinu fyrir borð þegar kostur var á".
Teitur neitaði að tjá sig málið þegar fréttastofan leitaði til hans

Nafnlaus sagði...

Á Eyrinni er best að vera !

Nafnlaus sagði...

Ætlaði bara að stinga upp á að FUGO menn myndu strika yfir Mósagrís í næstu kostningum

Ykkar einlægur

Jóhannes í bónus

Joey sagði...

Hmm ... ekki kom ég nálægt þessarri færslu.
En ég rétt missi af þér Ýmir, fer út aftur 24ða :(