mánudagur, desember 31
Dauði og djöfull
föstudagur, desember 21
miðvikudagur, desember 19
Morðkvendi í ömmugerfi
Vá var ég hræddur núna rétt áðan. Ég var rétt í þessu að gefa frá mér gullið tækifæri til að gera allt vitlaust uppí vinnu þegar kellingarnar fóru að ræða trúmál og hversu æðislegt það væri að vera með kristinfræði og presta í leikskólum.
Eins og margir vita er ég harðlega á móti slíku, og þá sérstaklega ef aðrir eru fylgjandi því, og var búinn að koma mér í stellingar, aðeins farinn að æsa þær upp og var að undirbúa bombuna(með að kristið siðfræði væri í raun tilbúningur kirkjunnar því þetta væri í raun bara almennt siðfræði, það að trúboð í leikskólum og skólum væri lítið annað en heilaþvottur, að það væri ekkert fáránlegra að trúa á jólasveinana en jesús hinn klístraða og að það væri í raun lagaleg þversögn að hafa þjóðkirkju sem mismunar fólki, o.s.frv.).
Rétt áður en ég byrjaði á rantinu mínu með gleði í huga tók ég eftir örlítilli breytingu inni í kaffistofu(þar sem nota bene voru bara ég og svo sex 50 ára+ kellingar). Loftið kólnaði ögn, kliðurinn var horfinn og nístandi þögn komin í staðinn, og sex pör af augum, sem alla jafna eru góðleg og hlý, störðu á mig með áður óþekktum morðglampa í augum. Ég tók eftir að fjórar þeirra voru með eina hendi fyrir aftan bak og ég gerði mér grein fyrir að það væri til að leyna eggvopnum þeim sem myndu skera mig á hol ef ég héldi áfram.
Nú skipti hvert orð sköpum. "Ööööö....jaaaa....já, þessir trúleysingjar eru bara vitleysingjar, puff..." og svo hljóp ég út.
Mórall sögunnar: Stundum er betra að vera ekkert að pirra gamlar kellingar.
mánudagur, desember 17
Jólahittingur
Legg til að við PLÖNUM allavega 2 hittinga
1. Þorláksmessa í hádeginu á Hótel 101 (Classic)
2. Spilakvöld (helst heima hjá Einsa og konurnar með).
Nú spyr ég HVAÐA kvöld eruð þið lausir. Veit að Einsi er með innflutningspartí þann 29 sem er ógeðslega fúlt þar sem ég þarf að fara í brúðkaup.
ALLIR að koma með tillögur.
ÉG kemst ekki 21 (kæmi seinna um kvöldið) eða 29. Annað er laust hjá mér.
Næsti........
föstudagur, desember 14
Snitzel og bjor
Fer beint af flugvellinum i Christmas Office party (flyg til City Airport eins og allir hinir storlaxarnir). Buid ad versla helling af vini og skreyta skrifstofuna. AEtla ad verda blindfullur og drepa all ur leidinum med EBITD-tali og muninn a Depriciation og Amortization.
Daist ad karlmennsku Krummans. Laetur okkur hina lita illa ut.
Kv
mánudagur, desember 10
Gjald karlmennskunnar
Ég var að keyra heim um 10 leytið á laugardagskvöldið síðastliðið þegar ég ákveð að stoppa við í sjoppu og kaupa mér eina kók. Alla jafna væri þetta hættulaust og heilbrigt atferli, en ó nei, ekki þetta örlagaríka kvöld.
Eins og fróðir menn vita þá bý ég í Árbænum og því er hentugast fyrir mig að koma við í N1 stöðinni í Ártúnsbrekkunni. Til að komast í þá ágætu verslun þarf einfaldlega að beygja útaf Ártúnsbrekkunni inná ramp sem tekur þig beint á bensínstöðina/sjoppuna/subway/burger king/kaffitár/ofl.
Nú bar svo við að þegar ég er að beygja upp rampinn tek ég eftir því að alveg neðst í rampinum er bíll stopp með hazard ljósin í gangi, og þegar ég keyri löturhægt fram hjá tek ég eftir að íbúi bílsins er undurfögur ung snót. Ef þetta hefði verið blöðruselur eða rauðhærður gaur með gleuraugu hefði saga okkar endað hér og nú.
Verandi sannur karlmaður og átrúandi macho lífernisins(sem felur í sér regluna að alltaf skuli hjálpa sætum stelpum í neyð) lagði ég bílnum og rölti til hennar þarna í náttmyrkrinu. Ég sá fyrir mér ferlega flotta bíómyndasenu þar sem bjargvætturinn, tall dark handsome stranger, kemur og bjargar snótinni úr bráðum háska. Hei, það má alltaf vona.
"Kvöldið" segi ég með mestu macho rödd sem ég gat galdrað upp "get ég hjálpað yður ungfrú?". Snótin leit á mig hýrum augum "tíhíhí, ég er bensínlaus, tíhíhí". Af fyrstu samskiptum okkar varð mér ljóst að um vel heimskt eintak var að ræða, en ég hélt áfram. "Á ég ekki bara að ýta þér, þetta eru ekki nema um 100 metrar?" og um leið hnykkla ég vöðvana og vonast til að lúkka vel mean og sterkur í leðurjakkanum. Stúlkan spurði hvort ekki væri betra að ná bara í brúsa, en ég hélt nú ekki, þetta væri svo stutt, hún ætti bara að setjast inn og setja í hlutlausann og ég skyldi vippa henni á staðinn.
Hei, var ég búinn að segja að þetta var í ÁrtúnsBREKKUNNI? upp í mót? Allavega, ég tek mér stöðu, gríp bílinn með mínum þórsglófum og ýýýýýýýtttiiiiiiiiiiiiii........ekki sentimeter. Fokk. Ég set fótinn undir mig, öxlina í bílinn og ýýýýýýýýýttttttiiiiiiiiii................ekki ögn. Fokkidífokk. Og ég að verða búinn á því, lappirnar farnar að titra og andardrátturinn kemur í stuttum rispum og ég er ekki kominn af stað. Þessi helvítis bensínbrúsi var farinn að hljóma heillandi, en það þýddi að karlmennskan, væri farin fyrir lítið. Stúlkan skyndilega opnar hurðina "tíhíhí, á ég kannski að taka hann úr handbremsu? tíhíhí". Nei elskan, hafðu hann í handbremsu og bakkgír, svona til að þetta verði ekki of auðvelt FÆÐINGARHÁLFVITI "jú, það væri ágætt" var það eina sem ég sagði samt.
Ok, eftir að handbremsan var farin tókst mér allavega að nugga honum af stað, ég tek það fram aftur að þetta var fokkings uppímót, í hálku og ca. 10 stiga frosti. Bíllinn fór loksins að mjakast og ég næ smá ferð á hann, en ég get svarið það lappirnar á mér voru að brenna, bráðna, molna, deyja. Þessir hundrað metrar urðu 3000 metrar, stelpukindin gat ekki haldið stýrinu beinu, og ég hrasaði tvisvar og fékk meiddi á sköflunginn.
Að lokum komst bíldruslan, með stelpudruslunni að dælunni. Ég alvarlega íhugaði að leggjast á planið og deyja. Mér var flökurt af áreynslu, mig langaði að gubba, lungun voru ekki að skila því súrefni sem mig vantaði(hei, ætti ég að fá mér sígó?) og ég titraði allur því að fæturnir voru að íhuga verkfall. En þá var komið að verðlaununum, ég skyldi tilbeðinn af ungum stúlkum, hróður minn ykist og sögur um heljarmennið og bjargvættinn myndu tröllríða smástelpusamfélaginu. Úje beibí, sjangríla here we come. Snótin sú fagra steig út úr bílnum, gekk eggjandi að mér og sleikti efri vörina staðnæmdist um 20 sentimetra frá mér og sagði "tíhíhí, æ takk, tíhíhí" og hljóp inn í sjoppu. Vei.
Nú, tveim dögum seinna er ég enn að deyja í fótunum, hjartslátturinn er enn óreglulegur og ég er með tvo plástra á sköflungnum. En hei, ég get sagst vera macho, það rokkar.
föstudagur, desember 7
Pöddudvergar
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1307614
Þess má geta að Gautur er fnyktítta.
fimmtudagur, desember 6
Vegna fjölda áskoranna
Sá í fréttablaðinu að forsprakki vantrúar.is vill afnema þjóðsönginn á trúarlegum forsendum. Ég mundi nú bara spara mér debatið og krefjast þess að hann yrði afnuminn sökum almennra leiðinda og ómöguleika við flutning. heyrði í fréttunum um helgina að búið er að lækka þjóðsönginn um tóntegund, söng mönnum nær og fjær til mikillar gleði. Fréttinn sýndi svo lagið flutt sitt í hvorri tóntegund. Skemmst frá því að segja að tenórin nvar að skíta í brók í "eitt eilífðar smáblóm ..." kaflanum í báðum útgáfum. Ég er enginn tenór og get ekki séð hvernig einhver es-dúr eða what the fokk bjargar lífi mínu. Skipta bara yfir í Eldgamla ísaföld (flutt með breska þjóðsöngnum (sem reyndar er saminn af frakka(ætli bretinn viti það almennt)))