mánudagur, desember 10

Gjald karlmennskunnar

Úfff.....hvað gerir maður ekki fyrir machoið og lúkkið?

Ég var að keyra heim um 10 leytið á laugardagskvöldið síðastliðið þegar ég ákveð að stoppa við í sjoppu og kaupa mér eina kók. Alla jafna væri þetta hættulaust og heilbrigt atferli, en ó nei, ekki þetta örlagaríka kvöld.

Eins og fróðir menn vita þá bý ég í Árbænum og því er hentugast fyrir mig að koma við í N1 stöðinni í Ártúnsbrekkunni. Til að komast í þá ágætu verslun þarf einfaldlega að beygja útaf Ártúnsbrekkunni inná ramp sem tekur þig beint á bensínstöðina/sjoppuna/subway/burger king/kaffitár/ofl.

Nú bar svo við að þegar ég er að beygja upp rampinn tek ég eftir því að alveg neðst í rampinum er bíll stopp með hazard ljósin í gangi, og þegar ég keyri löturhægt fram hjá tek ég eftir að íbúi bílsins er undurfögur ung snót. Ef þetta hefði verið blöðruselur eða rauðhærður gaur með gleuraugu hefði saga okkar endað hér og nú.

Verandi sannur karlmaður og átrúandi macho lífernisins(sem felur í sér regluna að alltaf skuli hjálpa sætum stelpum í neyð) lagði ég bílnum og rölti til hennar þarna í náttmyrkrinu. Ég sá fyrir mér ferlega flotta bíómyndasenu þar sem bjargvætturinn, tall dark handsome stranger, kemur og bjargar snótinni úr bráðum háska. Hei, það má alltaf vona.

"Kvöldið" segi ég með mestu macho rödd sem ég gat galdrað upp "get ég hjálpað yður ungfrú?". Snótin leit á mig hýrum augum "tíhíhí, ég er bensínlaus, tíhíhí". Af fyrstu samskiptum okkar varð mér ljóst að um vel heimskt eintak var að ræða, en ég hélt áfram. "Á ég ekki bara að ýta þér, þetta eru ekki nema um 100 metrar?" og um leið hnykkla ég vöðvana og vonast til að lúkka vel mean og sterkur í leðurjakkanum. Stúlkan spurði hvort ekki væri betra að ná bara í brúsa, en ég hélt nú ekki, þetta væri svo stutt, hún ætti bara að setjast inn og setja í hlutlausann og ég skyldi vippa henni á staðinn.

Hei, var ég búinn að segja að þetta var í ÁrtúnsBREKKUNNI? upp í mót? Allavega, ég tek mér stöðu, gríp bílinn með mínum þórsglófum og ýýýýýýýtttiiiiiiiiiiiiii........ekki sentimeter. Fokk. Ég set fótinn undir mig, öxlina í bílinn og ýýýýýýýýýttttttiiiiiiiiii................ekki ögn. Fokkidífokk. Og ég að verða búinn á því, lappirnar farnar að titra og andardrátturinn kemur í stuttum rispum og ég er ekki kominn af stað. Þessi helvítis bensínbrúsi var farinn að hljóma heillandi, en það þýddi að karlmennskan, væri farin fyrir lítið. Stúlkan skyndilega opnar hurðina "tíhíhí, á ég kannski að taka hann úr handbremsu? tíhíhí". Nei elskan, hafðu hann í handbremsu og bakkgír, svona til að þetta verði ekki of auðvelt FÆÐINGARHÁLFVITI "jú, það væri ágætt" var það eina sem ég sagði samt.

Ok, eftir að handbremsan var farin tókst mér allavega að nugga honum af stað, ég tek það fram aftur að þetta var fokkings uppímót, í hálku og ca. 10 stiga frosti. Bíllinn fór loksins að mjakast og ég næ smá ferð á hann, en ég get svarið það lappirnar á mér voru að brenna, bráðna, molna, deyja. Þessir hundrað metrar urðu 3000 metrar, stelpukindin gat ekki haldið stýrinu beinu, og ég hrasaði tvisvar og fékk meiddi á sköflunginn.

Að lokum komst bíldruslan, með stelpudruslunni að dælunni. Ég alvarlega íhugaði að leggjast á planið og deyja. Mér var flökurt af áreynslu, mig langaði að gubba, lungun voru ekki að skila því súrefni sem mig vantaði(hei, ætti ég að fá mér sígó?) og ég titraði allur því að fæturnir voru að íhuga verkfall. En þá var komið að verðlaununum, ég skyldi tilbeðinn af ungum stúlkum, hróður minn ykist og sögur um heljarmennið og bjargvættinn myndu tröllríða smástelpusamfélaginu. Úje beibí, sjangríla here we come. Snótin sú fagra steig út úr bílnum, gekk eggjandi að mér og sleikti efri vörina staðnæmdist um 20 sentimetra frá mér og sagði "tíhíhí, æ takk, tíhíhí" og hljóp inn í sjoppu. Vei.

Nú, tveim dögum seinna er ég enn að deyja í fótunum, hjartslátturinn er enn óreglulegur og ég er með tvo plástra á sköflungnum. En hei, ég get sagst vera macho, það rokkar.

1 ummæli:

Gautur sagði...

það er alltaf gott að geta hlegið upphátt á kontórnum yfir óförum annarra.

Þú færð prik fyrir að vera machó maður og sentilmenni hið mesta.. aldrei og þá meina ég ALDREI hefði ég staðið í þessu (eða talið mig hafa líkamlega burði til að ýta bíl upp brekku í 10 stiga frosti) Þú ættir heima á plaggati!