Vá var ég hræddur núna rétt áðan. Ég var rétt í þessu að gefa frá mér gullið tækifæri til að gera allt vitlaust uppí vinnu þegar kellingarnar fóru að ræða trúmál og hversu æðislegt það væri að vera með kristinfræði og presta í leikskólum.
Eins og margir vita er ég harðlega á móti slíku, og þá sérstaklega ef aðrir eru fylgjandi því, og var búinn að koma mér í stellingar, aðeins farinn að æsa þær upp og var að undirbúa bombuna(með að kristið siðfræði væri í raun tilbúningur kirkjunnar því þetta væri í raun bara almennt siðfræði, það að trúboð í leikskólum og skólum væri lítið annað en heilaþvottur, að það væri ekkert fáránlegra að trúa á jólasveinana en jesús hinn klístraða og að það væri í raun lagaleg þversögn að hafa þjóðkirkju sem mismunar fólki, o.s.frv.).
Rétt áður en ég byrjaði á rantinu mínu með gleði í huga tók ég eftir örlítilli breytingu inni í kaffistofu(þar sem nota bene voru bara ég og svo sex 50 ára+ kellingar). Loftið kólnaði ögn, kliðurinn var horfinn og nístandi þögn komin í staðinn, og sex pör af augum, sem alla jafna eru góðleg og hlý, störðu á mig með áður óþekktum morðglampa í augum. Ég tók eftir að fjórar þeirra voru með eina hendi fyrir aftan bak og ég gerði mér grein fyrir að það væri til að leyna eggvopnum þeim sem myndu skera mig á hol ef ég héldi áfram.
Nú skipti hvert orð sköpum. "Ööööö....jaaaa....já, þessir trúleysingjar eru bara vitleysingjar, puff..." og svo hljóp ég út.
Mórall sögunnar: Stundum er betra að vera ekkert að pirra gamlar kellingar.
1 ummæli:
þetta er nátturulega alveg þrælskemmtileg umræða, en kannski ekki ef selskapurinn er aldurhnignar tjellingar.
Skrifa ummæli