miðvikudagur, febrúar 27

Hingað og ekki lengra!

Nú er nóg komið, umburðalyndi mitt hefur sín takmörk, og nú er búið að hrauna gjörsamlega yfir þau takmörk.

http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/02/27/sott_ad_grislingum_i_barnasogum/

Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að það sé kannski óþarfi að móðga siði og trúarbrögð annarra með svínslegum hætti, en ég er meira á móti því að láta móðgunargirni og hörundsæri ákveðinna trúar- og samfélgashópa hefta okkar menningu. Ég mun aldrei, og ég meina ALDREI, lesa söguna um úlfinn og kettlingana þrjá fyrir mín börn, og ég mun aldrei kaupa bangsímon bók með kisa litla í stað grísla. Gefum okkur að upp dúkki trúarbrögð þar sem úlfar eru skítug dýr, eða heilög dýr eða eitthvað annað í þeim dúr. Verður sagan þá svona: "The big bad blank wanted to eat the three little blanks"?

Kv.
Krummi fúli

3 ummæli:

Gautur sagði...

ER fullkomlga sammála þér en talaðu samt varlega þú gætir verið dæmdur til að greiða einhverjum sakaðabætur og ummæli þín dæmd dauð og ómerk.

Mósagrís sagði...

Eins gott að þeð er enginn hörundsár múslingur innan okkar raða, þá yrði ég líklegast að kalla mig Mósavoffa eða Mósakisu.

Gautur sagði...

Þú ættir nú fyrst og fremst að kalla þig slefandi vileysing fyrir að setja svona lélegan fimmaurabrandara á netið. Þessi ummæli þarf að dæma dauð og ómerk herre gud!