þriðjudagur, mars 11

Veiðipósturin 3. ed.

Jæja, þá er veiðin fundin! Mósi er búinn að kemba svæðið, leita í öllum skúmaskotum og svínbeygja gamla meistara til að gefa mér korn af visku þeirra.

Ferðinni skal haldið austur á land í Grenlæk, á veiðisvæði sem kallast Stensmýrarvötn. Þetta eru tvö myndarleg vötn með litlum ám og lækjum sem renna á milli, og þarna má fá myndarlega urriða, fína sjóbirtinga og slatta af bleikju. Þetta kostar ekki nema 8.500 kall á kjaft, og er kofi með heitum potti innifalinn í verði. Þetta eru fjórar stangir og síðasta helgin í ágúst er laus, 30-1(lau-mán). Ég er búinn að panta leyfin, þannig að ef menn eru ósáttir þá bara buhu. Ég ráðfærði mig við mikinn meistara í þessu og hann sagði mér að þetta væri fullkominn veiði fyrir svona hóp, allt agn leyfilegt fyrir lúðana, mikil veiðivon bæði í sjóbirtingi og bleikju og þægilegt aðgengi frá kofa og svona(s.s. Einar getur verið piussfullur allan daginn og samt komist aftur í kofann).

Hér er linkur á staðinn http://www.svfr.is/template1.asp?pageid=578

Endilega meldið ykkur sem fyrst og borgið mér fyrir leyfin, ég var að borga 68 þús fyrir þetta.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar mjög vel. Flott hjá þér kall.
Sendu okkur endilega reikningsupplýsingar svo við getum millifært á þig.

Mósagrís sagði...

Mósi hrýn af kæti yfir góðum móttökum. Þeir sem eru búnir að melda sig eru:
Mósagrís
Feitur
Páfagautur
Trölli

Orri sagði...

Mér líst vel á þetta allt saman og vil endilega vera með. Ég veit hins vegar ekki hvort ég verð byrjaður að sýna eitthvað þarna og verð þess vegna að fá að vera í sviga þangað til að plön skýrast.

Joey sagði...

count me in

Mósagrís sagði...

Ok, öruggir inni eru:

Mósagrís
Trölli
Páfagautur
Feitur
Skói

Kannski inni eru:
Hugni

Þeir sem eiga eftir að melda sig eru:
Skeinar
Gubbi nerg