Sælt veri fólkið.
Það er löngu orðið tímabært að hafa næsta FUGO grill, þar sem það síðasta lukkaðist svo sérdeilis vel. Við Sandra munum að sjálfsögðu standa við stóru orðin og grilla spekkaðar steikur í liðið að þessu sinni, þó erfitt geti reynst að toppa trakteringar þær sem bornar voru fram hjá Hálandahöfðingjanum fyrr í sumar.
Þá er bara stóra spurningin....... eru menn lausir í grill t.d núna á fimmtudaginn? endilega melda sig inn og ef einhver annar tími hentar betur þá verður þetta mixað á þann veg að hafa grill þegar sem felstir sjá sér fært að mæta.
koma svo
(engin afsökun að búa út á landi: taki til sín þeir sem eiga)
mánudagur, júní 30
fimmtudagur, júní 19
þriðjudagur, júní 17
FUGO í fréttum
Rannsóknablaðamenn Huppunar hafa grafið upp sláandi upplýsingar um FUGO hópinn við eftirgrenslan í upplýsingabanka bandarískra stórnvalda "Federal operations on the new ongoing threat" eða FOOTNOTE .
Þegar leitarorðið FUGO var slegið inn kom 98% fylgni við 17 skrár á vegum Bandarsíksu alríkislögreglunnar FBI.
Fréttastofan leitaði viðbragða hjá John Miller upplýsingafulltrúa FBI. Hann vildi ekki neita né staðfesta þann orðróma að FUGO væri á lista yfir félög "hættuleg bandarískum hagsmunum".
Vill fréttastofan beina þeim tilmælum til FUGO-meðlima að tilkynna strax ef þeir verða varir við að þeir séu eltir eða fylgst sé með þeim á annan hátt.
föstudagur, júní 13
Til hamingju
Fréttastofa FUGO vill óska Krumma til hamingju með árangurinn. Krummi tryggði sér 1 sætið í Íslansmeistarmótinu í Warhammer 40.000 sem fram fór nú um helgina. Aðspurður hvaðst Krummi eða "Kretín 5" eins og hann kýs að kalla sig á stórmótum ætla að nota helgina til afslöppunar en á mánudaginn flýgur hann til Eistlands til að verja evrópumeistaratitilinn.
Fréttastofa FUGO er afar stolta af honum Krumma
Fréttastofa FUGO er afar stolta af honum Krumma
fimmtudagur, júní 12
Huppan er komin á kreik
Nú þegar sólin er farin að skína og bændur huga að heyskap er sumarhefti Huppunar komið út.
Heimildarmenn huppunar hafa komist að því að sést hafi til Teits á fundi með Björgúlfsfeðgum og Geir H Haarde. Við nánari eftirgrenslan kom í ljós að Teitur hyggst feta í fótspor þeirra feðga og kaupa aftur ættaróðal fjölskyldu sinnar en um er að ræða Ráðherrabústaðinn.
Var húsið upphaflega reist af forföður Teits Hans Effelsen á Sólbakka á Flateyri 1892. Um aldamótin 1900 seldi Effelsen Hannesi Hafstein húsið fyrir sléttar 5kr. Þegar Teitur var að gramsa í gömlum pappírum á Sólbakka fann hann téðan kaupsamning og í smá letrinu rakst hann á grein þess efnis að fjölskyldan ætti rétt á að kaupa húsið aftur eftir 100 ár á sömu kjörum og selt var. Eru verkfræðingar þegar farnir að mæla upp húsið og merkja hvern stein og planka í því skyni að flytja það Vestur.
Í samtali við Huppuna kvaðst Teitur afar ánægður "...tja...hann Effi gamli var náttúrulega mikill útgerðarkappi og það er kominn tími til að við endurheimtum húsið"..... "Ég vil einnig byðja FUGO menn að taka frá 13 Ágúst en þá vantar mig hjálp við smá búferlaflutniga"
(við vinnslu þessara fréttar var haft samband FUGO menn og þeir inntir eftir viðbrögðum. Skömmu seinna kom fréttatilkynning frá Commercbank þar sem fram kom að Einar Leif Nielsen yrði í vinunni / bakveikur / ekki á landinu / þunnur þann 13 Ágúst og sér miður ekki fært að mæta og hjálpa til við flutningana)
Annars er það að frétta af Einari að hann sé í þjálfunarbúðum í Svíþjóð um þessar mundir. Upplýsingafulltrúi Einars tjáði okkur að hann væri að æfa sig undir heimsmeistarmót norður-evrópskra fjárfestingabanka í 2 km stafgöngu sem fer fram í Noregi í haust.
Fréttastofu Huppunar hafa borist ótrúlegar myndir frá Umferðarstofu. Hér að neðan sést myndband þar sem lögfræðingur stofunnar Gautur "klikk" brjálast þegar samstarfsmaður hans gerði lítið úr reglugerð sem Gautur hafði nýlokið við að semja (" reglugerð forskráningu drifbúnaðar tékkneskra dráttarvéla með síðari breytingum frá 1982"). Í samtalið við Fréttastofu sagði Gautur "...tja...sko...menn verða náttúrulega að gera sér grein fyrir því að menn grínast ekki með löggjafan í þessu landi....." ... "mér fannst þeir gera heldur mikið úr þessu hjá mér. Ég rétt hækkaði róminn og þá varð allt brjálað".
mánudagur, júní 9
Þögnin rofin
Daginn,
Hef ákveðið að rjúfa þagnarbinindi mitt hér með yfirlýsingu um að mánudagar eru ekki að gera sig. Ætti að afnema mánudaga að því sögðu vil ég þakka kærlega fyrir síðast þeim sem mættu í grill hjá Krumma í síðustu viku. verður sá leikur vonandi endurtekinn hið snarasta.
Auglýsi hér með einnig eftir meintri sól og sumaryl sem manni er lofað á þessum árstíma en ku vera fjarri góðu gamni eða þessa dagana einus inni sem oftar. Mér var reyndar bent á það um daginn að undangenginn mai mánuður er víst sá heitasti í 50 ár!?!?!? WTF segi ég nú bara það fór framhjá mér þar sem ég gekk veðurbarinn og niðurringdur til vinnu minnar.
Fari þetta sker bara norður og niður ef besta veður í 50 ár er þegar rignir eldi og brennisteini og ekkier hundi út sigandi!
Vona að menn verði artarlegir við skrifin hér á FUGO og er sérstaklega aulýst eftir Huppunni sem ekki hefur sést í háa herrans tíð!
kv
Gautur
Hef ákveðið að rjúfa þagnarbinindi mitt hér með yfirlýsingu um að mánudagar eru ekki að gera sig. Ætti að afnema mánudaga að því sögðu vil ég þakka kærlega fyrir síðast þeim sem mættu í grill hjá Krumma í síðustu viku. verður sá leikur vonandi endurtekinn hið snarasta.
Auglýsi hér með einnig eftir meintri sól og sumaryl sem manni er lofað á þessum árstíma en ku vera fjarri góðu gamni eða þessa dagana einus inni sem oftar. Mér var reyndar bent á það um daginn að undangenginn mai mánuður er víst sá heitasti í 50 ár!?!?!? WTF segi ég nú bara það fór framhjá mér þar sem ég gekk veðurbarinn og niðurringdur til vinnu minnar.
Fari þetta sker bara norður og niður ef besta veður í 50 ár er þegar rignir eldi og brennisteini og ekkier hundi út sigandi!
Vona að menn verði artarlegir við skrifin hér á FUGO og er sérstaklega aulýst eftir Huppunni sem ekki hefur sést í háa herrans tíð!
kv
Gautur
föstudagur, júní 6
Mósagrill
Sæl öll
Mig langaði bara til að þakka fyrir virkilega skemmtilegt kvöld í gær, snilld að fá ykkur í dinner. Sýnir bara og sannar að gott kvöld þarf yfirleitt ekki meira en góðan félagsskap og skemmtilegar sögur á kostnað Einsa. Ég fattaði reyndar að ég tók ekki eina einustu mynd eins og ég ætlaði, og svo virðist sem einhver annar hafi líka ætlað slíkt hið sama en ákvað að gefa mér myndavélina sína í staðinn, og er ég mjög þakklátur fyrir það.
P.s. Event Horizon er víst kickass mynd!
Mig langaði bara til að þakka fyrir virkilega skemmtilegt kvöld í gær, snilld að fá ykkur í dinner. Sýnir bara og sannar að gott kvöld þarf yfirleitt ekki meira en góðan félagsskap og skemmtilegar sögur á kostnað Einsa. Ég fattaði reyndar að ég tók ekki eina einustu mynd eins og ég ætlaði, og svo virðist sem einhver annar hafi líka ætlað slíkt hið sama en ákvað að gefa mér myndavélina sína í staðinn, og er ég mjög þakklátur fyrir það.
P.s. Event Horizon er víst kickass mynd!
mánudagur, júní 2
Góður fyrirlesari.
Mæli með að þið horfið/hlustið á þennan fyrirlestur sem Randy Pausch flytur. Gaurinn er með ólæknandi krabbamein og þetta er síðasti fyrirlesturinn sem hann heldur fyrir nemendur sína.....
sunnudagur, júní 1
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)