mánudagur, júní 9

Þögnin rofin

Daginn,

Hef ákveðið að rjúfa þagnarbinindi mitt hér með yfirlýsingu um að mánudagar eru ekki að gera sig. Ætti að afnema mánudaga að því sögðu vil ég þakka kærlega fyrir síðast þeim sem mættu í grill hjá Krumma í síðustu viku. verður sá leikur vonandi endurtekinn hið snarasta.

Auglýsi hér með einnig eftir meintri sól og sumaryl sem manni er lofað á þessum árstíma en ku vera fjarri góðu gamni eða þessa dagana einus inni sem oftar. Mér var reyndar bent á það um daginn að undangenginn mai mánuður er víst sá heitasti í 50 ár!?!?!? WTF segi ég nú bara það fór framhjá mér þar sem ég gekk veðurbarinn og niðurringdur til vinnu minnar.

Fari þetta sker bara norður og niður ef besta veður í 50 ár er þegar rignir eldi og brennisteini og ekkier hundi út sigandi!

Vona að menn verði artarlegir við skrifin hér á FUGO og er sérstaklega aulýst eftir Huppunni sem ekki hefur sést í háa herrans tíð!

kv
Gautur

2 ummæli:

Mósagrís sagði...

Hah! Ég vil hrósa félaga Gauti fyrir eit skemmtilegasta orð sem notað hefur verið á FUGO vefnum í lengri tíma; artarlegir! Svo vil ég reyndar taka undir með Páfagauti, við erum allir farnir að sakna Huppunnar!

Gautur sagði...

Vissi að þetta orð myndi falla í kramið! Enda gríðarlega fallegt og vanmetið.