fimmtudagur, júní 12

Huppan er komin á kreik


Nú þegar sólin er farin að skína og bændur huga að heyskap er sumarhefti Huppunar komið út.
Heimildarmenn huppunar hafa komist að því að sést hafi til Teits á fundi með Björgúlfsfeðgum og Geir H Haarde. Við nánari eftirgrenslan kom í ljós að Teitur hyggst feta í fótspor þeirra feðga og kaupa aftur ættaróðal fjölskyldu sinnar en um er að ræða Ráðherrabústaðinn.
Var húsið upphaflega reist af forföður Teits Hans Effelsen á Sólbakka á Flateyri 1892. Um aldamótin 1900 seldi Effelsen Hannesi Hafstein húsið fyrir sléttar 5kr. Þegar Teitur var að gramsa í gömlum pappírum á Sólbakka fann hann téðan kaupsamning og í smá letrinu rakst hann á grein þess efnis að fjölskyldan ætti rétt á að kaupa húsið aftur eftir 100 ár á sömu kjörum og selt var. Eru verkfræðingar þegar farnir að mæla upp húsið og merkja hvern stein og planka í því skyni að flytja það Vestur.
Í samtali við Huppuna kvaðst Teitur afar ánægður "...tja...hann Effi gamli var náttúrulega mikill útgerðarkappi og það er kominn tími til að við endurheimtum húsið"..... "Ég vil einnig byðja FUGO menn að taka frá 13 Ágúst en þá vantar mig hjálp við smá búferlaflutniga"
(við vinnslu þessara fréttar var haft samband FUGO menn og þeir inntir eftir viðbrögðum. Skömmu seinna kom fréttatilkynning frá Commercbank þar sem fram kom að Einar Leif Nielsen yrði í vinunni / bakveikur / ekki á landinu / þunnur þann 13 Ágúst og sér miður ekki fært að mæta og hjálpa til við flutningana)
Annars er það að frétta af Einari að hann sé í þjálfunarbúðum í Svíþjóð um þessar mundir. Upplýsingafulltrúi Einars tjáði okkur að hann væri að æfa sig undir heimsmeistarmót norður-evrópskra fjárfestingabanka í 2 km stafgöngu sem fer fram í Noregi í haust.

Fréttastofu Huppunar hafa borist ótrúlegar myndir frá Umferðarstofu. Hér að neðan sést myndband þar sem lögfræðingur stofunnar Gautur "klikk" brjálast þegar samstarfsmaður hans gerði lítið úr reglugerð sem Gautur hafði nýlokið við að semja (" reglugerð forskráningu drifbúnaðar tékkneskra dráttarvéla með síðari breytingum frá 1982"). Í samtalið við Fréttastofu sagði Gautur "...tja...sko...menn verða náttúrulega að gera sér grein fyrir því að menn grínast ekki með löggjafan í þessu landi....." ... "mér fannst þeir gera heldur mikið úr þessu hjá mér. Ég rétt hækkaði róminn og þá varð allt brjálað".

3 ummæli:

Gautur sagði...

HAHAHAHAHAH LENGI LIFI HUPPAN

Mósagrís sagði...

Þetta er nebbla málið, EKKI fokka í reglugerðunum hans Gauts, hann verður eins og reið leðurblaka.

Einar Leif Nielsen sagði...

Du gör mekket gott i min træning, men jeg tror at 2 dage er allt for littet nor jeg skal vinne.

Venlig hilsen fra Sverige
Einar "den store" Nielsen