mánudagur, apríl 28

Aaaah ... ekkert kemur manni orðið í betra skap en að hlusta á Jóa vera með stæla, hvað allir sé nú pirrandi og vitlausir og geri sér ekki grein fyrir hvað lífið sé einfalt og skemmtilegt þegar maður hefur svona eilitla sálfræði til að krydda tilveruna, og nóg af poppers og hvítvín í sprite til að auðga andan. Og hvað alllir hinir séu þreytandi og súrir þegar farið er að djamma, vitlausir staðir leiðinleg tónlist skilningsleysi á kúltúr samkynhneigðra og dragi!


Og hugsið ykkur ... þetta er venjulega Jói þegar hann er frekar sáttur við lífið og tilveruna.




Líður orðið að hinu nærárlega íslenska sumri sem við höfum ósjaldan eytt í ótæpilega drykkju og vitleysu - sem aðskilur það merkilega vel frá vetrinum þegar við erum álíka drukknir og álíka vitlausir en eigum minni pening. Ef ég man rétt þá höfum við oftast náð að hittast eftir próf og slátra þessum örfáu heilasellum sem lifðu af próflesturinn með einstaka bjór og steik að vopni.Mér er leitt að tilkynna að erum löngu búnir í prófum og ef ég man rétt þá hittumst við í bjór og stemmingu fyrir skommus síðan (mínus Jói það er að segja sem þurfti að fara!!!! sem er út af fyrir sig ekkert sértaklega skrítið en kl var orðin 10 þannig að hann enntist alveg óvenju lengi), spásserað út í íslenska ölæðið (mínus Jói sem verður örugglega farinn heim eða á spotlight áður en hann mætir) og málað bæinn rauðan (eh . . .mínus Jói sem drepst ekkert fyrir miðnætti heldur beilar þar sem að okkar félagskapur er einfaldlega ekki nógu skemmtilegur)? Við hírpakkið erum búnir um 15. maí held ég ábyggilega - rámar í að Bjarni hafi talað um að koma heim einhverntímann og það er álíka líklegt að ná Orra á djamm og að Jói hætti að vera með stæla en við reynum engu að síður enn og Haraldur á faraldsfæti verður líklegast utan stórreykjavíkursvæðisisin -

Spurning um öl á föst.............úpps það eru víst sumir í prófum en jæja það hefur nú aldrei stoppa neinn............!?!

ylHÝRAR kveðjur

PATTINN

Engin ummæli: