miðvikudagur, apríl 2


Það þarf eiginlega að breyta nafninu á síðunni í Andabær. Tek undir með þessum líkingum þeirra félaga Drésa og Beinsins. Mér finnst Teiturinn líka smella ágætlega að Guffa (ef frá eru talin nokkur atriði, ss. Guffi sést aldrei í jakkafötum en Teiturinn hefur látið sjá sig í slíkum, þó iðulega að næturþeli, ráfandi í drykkjumóki um miðbæ Reykjvíkur að leita að síðasta djamminu). Ég virðist þó ekki falla undir þessa Andabæjar heimsspeki, eða hvað?

Hér er hægt að skoða helstu íbúa andabæjar og lesa um helstu persónueinkenni þeirra. Nú getum við sko dundað okkur!!!

Engin ummæli: