Vígvöllur er ekki rétta orðið en það er það fyrsta sem kemur uppí hugann. Hér eru menn farnir að bítast í beinni, minnir bara á gamla sjónvarpsþáttinn bæirnir bítast, með Ómari Ragnarssyni og sveittum landsbyggðarrottum (sorrý Teitur!).
Reyndar var vegið að mér í þessum skrifum, ekki það að ég ætli að reyna að þræta fyrir það að það sé erfitt að koma mér út úr húsi en ég er alveg til í djamm!
Ég er reyndar í sumarfríi í augnablikinu en byrja sennilega að vinna í kringum helgina. Ég kem ábyggilega til með að eiga betra með föstudaga heldur en laugardaga fyrir djamm, en ef við tölum um þetta með smá fyrirvara er aldrei að vita. Og framan af getur vel verið að ég sé laus um helgar almennt!
Hvað um það, ég er æstur í blóðuga steik og ískaldan bjór í hópi ýturvaxinna karlmanna sem veigra ekki fyrir sér að tala illa um hitt kynið á meðan að það heyrir ekki til og kalla hver annan öllum illum nöfnum áður heldur en þeir lognast útaf í sófanum... Þetta er kannski fjarlægur draumur (enda þekki ég ekkert fótboltalið) svo ég sætti mig við ykkur í staðinn!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli