fimmtudagur, október 28

Af andlegum hugðarefnum og kavíar

..........VAr að horfa í sjónvarpið um daginn.... lenti á Mósaík....(fyrir þá heppnu sem ekki vita hvað það er þá er það menningaroverdós...)

.... hér held ég að sé kominn einhver einkennilegasti sjóvarpþáttur síðan Maður er nefndur var og hét..... Þetta byggi ég á því að sá markhópur sem verið er að höfða til... einhverra ljóðasperrileggja og dansbavíana......horfir bara einfaldlega ekki á sjónvarp...það er bara fyrir andlausan pöpulinn.........

Ég vil meina að svona kúltivering... þ.e að hafa gaman af ljóðaupplestri og nútímadansi... og hafa ekki unda að fara að sjá einhverja sveitta stórskulduga ballettdansara eða óperusöngvara sprikla á sviði... sé áunnið ástand.... þ.e engum finnst þetta aktually gaman nema þeim sem eru eitthvað involveraðir í þetta.... t.d eru sjálfir dansarar eða ljóðskáld.........

Venjulegt fólk fer alltaf með prik í rassgatinu að skoða listir í hvaða formi sem þær eru ... fólk er skíthrætt við að skilja ekki um hvað málið snýst ....... Maður fer kannski á myndlistasýningu.. þar inni eru þrjú málverk .. hvert þeirra inniheldur eitt stykki rauðan kassa!!!!!..... ég veit ekki með ykkur en ég er svona 6 mínutur að skoða svoleiðis sjitt..( þá með því virkilega að velta fyrir mér hvað málið er) ......yfir svona drasli geta hins vegar menningarvitar hangið tímunum saman étið rússneskarpönnukökur með kavíar og þambað kampavín í lítravís og talað um -isma....

Ég held að þeim finnist þetta alveg jafn leiðinlegt og okkur hinum...... það er bara hluti af menningarvita karakternum að ÞYKJAST skilja og ÞYKJAST hafa gaman af þessu........ Annars ætla ég ekki að vera að dæma fólk sem fíla Mósaík... ég persónulega missi aldrei af þætti.... vill benda áhugasömum á ljóðskáldið...Tryggva V. Líndal... magnaður alveg hreint...... jafn skrítin og ljóðinn..........

Pattinn hefur ákveðið að gerast menningarviti par exelans..... og þá er bara að fara að lesa eitthvað sjitt sem gerir mann meðvirkan í listheimum... helgin er þétt skipuð.... myndlistasýningum og dansviðburðum........

Adieu...Le PAEUTT

Engin ummæli: