fimmtudagur, október 7

Lagamós eða Mósalög...

Feitur commentar gæsalöppuðum texta einhversstaðar frá sem ég get aðeins gert ráð fyrir að sé vörn Geris Horde of barbarians fyrir ráðningu Jóns Steinars. Jújú, ágætis texti með fínum pælingum, en ég er ekki sammála því að þar sé mergur málsins fundinn.
Merg málsins tel ég vera að það voru aðrir hæfari en sá sem var skipaður. Helstu lögspekingar landsins eru allir á því máli að hér hafi ráðherra fokkað upp og fyrst að Teitur kemur með gæsatexta þér geri ég það líka nema ég ætla að segja hver sé að gæsa hvað. Til dæmis lét Sigurður Líndal eftirfarandi texta flakka í samtali við fréttastofu RÚV: ,,... auðvitað finnst manni eðlilegt að dómsmálaráðherra virði það[umsögn Hæstaréttar] ef hann virðir þá á annað borð sjálfstæði dómstólsins. Og við skulum athuga það, dómsvaldið á að verasjálfstætt og ef framkvæmdavaldshafi gengur yfir álit Hæstaréttar þá er hann raunverulega að ganga á rétt dómsvaldsins.“ Hér er einn virtasti lögspekingur landsins að benda á að umsögn Hæstaréttar er ekki bara fyrir kurteisissakir og að ráðherra hafi gerið að gera vonda hluti með því að hunsa álit réttarins í annað skiptið í röð(jájá, hitt var Björn borg en það sama gildir).
Ég ætla ekki að vera að stubba upp FUGO vefinn af súrum tilvitnunum en best tel ég að líta til laganna sjálfra og þá sérstaklega til 5. tl. 2. mgr. 4. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 þar sem fram kemur að þann einn má skipa sem hefur hvorki gerst sekur um refsivert athæfi sem má telja svívirðilegt að almenningsáliti né sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta. Ekki það að ég sé að ásaka grey kallinn um glæpi þá tel ég þetta með háttsemina eiga vel við hann þar sem brölt hans hefur vissulega rýrt það traust sem dómarar verða almennt að njóta.

P.s. Djöfull hata ég vinnustaðakúkara

P.p.s. Feitur er vinnustaðakúkari

Engin ummæli: