Það er augljóst að í spilinu síðastliðinn laugardag voru brögð í tafli. Ekki nóg með að sum spilin voru merkt, þá var mér byrlað ólyfjan sem gerðu það að verkum að ég gat ekki hugsað rétt, fylltist mikilmennskubrjálæði, talaði þvoglumælt og fattaði ekki hvenær skyldi hætta!
Ég hef talað við spilanefnd FUGO og er hún með málið til athugunar, enda er um alvarlegar ásakanir að ræða.
Ég hins vegar krefst þess að fá tækifæri til að endurheimta fé mitt, og virðingu, sem fyrst! Þið megið líka vita það að þá verð ég betur undirbúinn og mun ekki falla í ykkar aumu gryfjur aftur.
En svona í alvöru. Hvernig er það drengir, eigum við ekki að reyna að hafa þessi spilakvöld soldið reglulega? Þrátt fyrir að vera augljóslega lúser kvöldsins þá rokkaði þetta á skemmtanakvarðanum og ég er heitur í rematch.
mánudagur, október 18
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli