þriðjudagur, október 5

Lengi lifi byltingin

Ég veit ekki...kannski er ég bara svona gamaldags rómantíkus, en ég hafði einhvernvegin séð fyrir mér að Hæstiréttur Íslands ætti og yrði að vera ópólitísk stofnun og að menn almennt bæru virðingu fyrir því. Jú vissulega væru menn hneigðir í hina áttina eða þessa hvað varðar hina undarlegu tík, en þó aldrei svo að menn efuðust um heiðarleika dómaranna eða hollustu þeirra við lögin og lögfræðina. Þið litlu JónSteinarsphilar verðið bara því miður að viðurkenna það að það er farið langt út fyrir öll velsæmismörk með því að skipa helsta lögfræðiráðgjafa pólitísks flokks sem Hæstaréttardómara, þó ekki sé nema vegna þess að almenningur glatar allri trú á æðsta dómsvaldi landsins.
Fyrir utan það hefur maðurinn verið mjög áberandi í fjölmiðlum undanfarin misseri, og ekki sem lögfræðingur heldur sem pólitískur málsvari Davíðs. Hann hefur verið að gaspra pólitískum skoðunum sínum hægri vinstri(svo ekki sé minnst á hneigð hans til að lögleiða kanabisefni) og oftar en einu sinni lýst megnri andúð sinni á óvinum landsföðursins. Þetta er kannski ekki alveg það málefnalegasta og gáfulegasta, en þetta er það sem almenningur veit og sér og veldur því að menn hafa ekkert álit á JS sem réttlátum dómara. Hann er og verður handbendi Davíðs og er því
vanhæfur sem dómari í Hæstarétt.

P.s. Ef Feitur og Patti ætla líka að verja ráðningu Ólafs appelsínubarkar þá eru þeir fyndnir

P.p.s. gaman væri að sjá Feit blogga en ekki bara commenta, hvernig er það drengir, er ekki hægt að rigga hann inn?

Engin ummæli: