fimmtudagur, nóvember 24
AF kastljósi, skoðanakönnunum, mottum og public procurment!
Var að horfa á kastljósið, sjitt hvað þetta er hryllilega overpródúserað eitthvað, maður er bara sveittur að fylgjast öllum hamaganginum. Svo er þessi Þórhallslingur eitthvað glottandi þarna, eins og James Bond á Moggadoni. Svo er alveg haugur af umsjónarmönnum. Simmi litli sér um að kovera svona alvarleg Datline mál. Kristján er svo sterkur tungumálamaður að hann fær að ræða við erlenda fræðimenn og svona, svo er nátturulega ljóshærða bimbóið sem er aðalega uppápunt, að ógleymdum stuð og gleðigjafanum X vilhjálmsdóttur. Held samt að besta djobbið sé það sem gaurinn sem sá um Mósaík er í. Hann er bara alveg steiktur á kantinum, að lesa ljóð en mest megnis þó á erlendri grund. Ég meina hvað er betra en að vera í svona tjill vinnu. Annars er þetta fínasta prógramm.
Ég fékk lifrarkrampa af bræði þegar é sá nýjustu skoðanakönnun Gallup þar sem fram kom að (afsakið orðbragðið) FOKKINGS Spaugstofan sé vinsælasti sjónvarpsþáttur á landinu 100 árið í röð. Menirnir eru virkilega ófyndnir og alveg á grafarbakkanum. En samt situr greinilega annar hver íslendingur um hverja helgi og horfir á þessa depurð lufast yfir skjáinn. Ég meina ef einhver íslendingur er ekki orðinn þreyttur á að sjá Randver leika konu, þá rétt upp hönd. Hefði verið miklu einfaldar að breyta honum bara í konu strax 1990 hefði sparað RUV mikinn pening í sminki. En verði þeim að því þeir eru alltént skárri en helvítis raunveruleikaviðbjóðurinn. Það er botninn. (Nema kannski Kallakaffi það er sínu verra, Laddi er bara ávísun á lélegt grín alalveg aeftir að Á tali með hemma gunn hætti, laddi ætti bara að sjá sómna sinn í að gera eins og hemmi smella í sig svona dágóðu magni af alkóhóli og drepast. Rísa svo upp eins og fönix úr öskustónni og heilla land og þjóð með hinum ÖMURLEGA karókíþætti Það var lagið.) Veit hreinlega ekki hvað er að gerast með íslenskt sjónvarp þvílíkur vibbi að það hálfa væri nóg, nema náttlega Guðdómlega röddin á sjá einum hún er FRÁBÆR! Nei takk fyrir ég er svo löngubúinn að taka haglarann á mitt sjónvarp.
Hef tekið ákvörðun um að safna Slavamottu, mér skilst að það þyki alveg sérdeilis heitt í dag. Alveg bara toppurinn. Lofa ekki árangri en Tom Selleck má fara að vara sig þegar Pattinn verður kominn með mottu. Hef reyndar altaf verið hrifnastur af svon aÖssurarkraga, en þar sem ég er ekki nógu hringluleitur þá efst ég um að það verði smart, þarf að bæta á mig svona 100 kílóum og kransæðastíflu þá verð ég flottur, með svoleiðis.
Húrra fyrir fatlaðamaninum á Alþingi, ætti einhver að fara að láta Steingrím Jay líka tala úr sæti sínu mundi örugglega gerea málsmeðferð Alþingis mun skilvirkari.
Er að læra fyrir próf í Evrópuréttti. Ælta ég aldrei að læra, 6 eininga kúrs sem gegnur út á að lesa tilskipanir frá ESB og dóma frá evrópudómstólnum. Hvenrig í andskotanum ég gat sé þetta sem eitthvað heillandi í námskránni er ofar mínum skilningi, Er einmitt í þessum töluðu orðum að lesa æsispennandi dóm ´skatt á influtta bíla í danmörku, og annan um útboð á vinnu við þakið á Borgarholtsskóla. Svo eru menn að halda því fram að þetta ESB sé ekki bara eitthvað búrókratismahellvíti. Ætli mér takist ekki að falla í þessu. Einhver danskur belgur sem kennir þannig að MUNNLEGA prófið er á ensku "is there a justifavcation for the non-discriminatiry breach of the directive regarding public procurment in tender in Belgium? ég bara spyr.
frústreruð kveðja frá Ofanaleitinu
Gautur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli