fimmtudagur, desember 1

Ok folks we are back in the air!!!!

Þeir sem voru hættir að geta sofið vegna fjarveru FUGOsins geta tekið gleði sína á ný þar sem síðan hefur verið rifin upp úr ruslatunnunni og smellt í gang aftur.Eftir langar og erfiðar samingaviðræður í höfuðstöðvum FUGO komust menn að þeirri niðurstöðu ekki væri annað tækt en að halda áfram uppteknum hætti og það varð úr.......

... fyrir sem brostu hringinn af einskærri barnslegri gleði yfir brotthvarfi FUGO er þetta vissulega reiðarslag..... óskum við þeim velfarnaðar í starfi.

Undirritaður sat við kaffiþamb á í gær ásamt leikaranum okkar knáa og komumst við að þeirri niðurstöðu að kominn væri tími á FUGO hitting, sem við skulum kalla Jólahlaðborð FUGO. Helgin 16. des er looking good, einhverjir útlendinganna verða komnir á klakann og svona. Nefndin hefur verið sett í málið til frekari skipulagningar og ráðagerða... plottmeistari FUGOsins er í forsvari fyrir nefndina. Allar ábendingar um hvaða skemmtilega jólasið Fugo á að taka upp eru vel þegnar. (til frekari útskýringa þá er hér verið að meina hvort á að krydda venjubundna bjórdrykkju á einhvern hátt og svo eiginkonudebatið)

Loks vil ég eindregið minna FUGO menn á árlega "skötuveislu" félagsins í hádeginu á Þorláksmessu og eru menn kvattir til að taka frá pláss í dagbókinn strax.....

Engin ummæli: