fimmtudagur, nóvember 17

Jæja þá er kjallinn kominn með vinnu um jólin og einu sinni sem oftar liggur leiðin beint í kraftgallann og hamarinn. Jú planið er að fara að byggja eitt stykki hús um jólin. Það verður reyndar kærkomin hvíld frá bókinni að komast aðeins út að djöflast, ekki skemmir að launin eru góð. En þetta er mjög gott að þurfa ekki að fara að bera út jólakort hjá póstinum. En nú er farið að styttast óþægilega í próf og allar líkur á kjallinn sé að fara að gera upp á bak... en það yrði þá ekki´fyrsta skipti og örugglega ekki það síðasta.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það eru bara aumingjar sem vinna um jólin, reyndar eru það bara aumingjar sem vinna almennt. Ætti að hætta þessu rugli og komast á bætur einherveginn. Hef heyrt að þá sé maður á grænni grein.