mánudagur, júní 26
Skítamánudagur
Vaknaði klukkan 5 í morgun til að bruna út á Keflavíkurflugvöll, þetta var eins og gefur að skilja gríðarlega hresst, svo ekki sé nú minnst á hvað maður er í syngjandi góðum gír í dag. Þegar ég kom til vinnu ósofinn og ómögulegur, fæ ég þær stórskemmtilegu fréttir að þar sem það sé hörgull á lögfræðingum í vinnu í dag þá þurfi ég að fara á eitthvað uppboð út í sveit. FOKKING GREAT. svo þegar ég er kominn hálfa leið í sveitina fæ ég tilkynningu um að það sé búið að afturkalla þetta blessaða uppboð þannig að ég tek handbremsubeygju á þjóðvegi 1. Ég sit hérjna og stari á tölvuskjáinn og læt mig dreyma um hvaða skyndibita ég ætla að fá mér þegar ég verð búinn í vinnunni það verður eitthvað alveg SPIKFEITT. En til að friða samviskuna verður maður að fara í laugarnar og taka sundsprett, það er alltaf hressandi. Mér sýnist stefna hér í blogg lægð þeir sem vilja nálgast mig og er álíka pirraðir og hvæsandi á talhólfið mitt eins og krummi, eru vinsamlegast beðnir að "pull themselves togather" eða koma og hitta á mig í World class, þar sem ég er við æfingar tvisvar á dag ( bara svona til að ná í þvottabrettið.) HAHAHAHA
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli